Greinasafni: Skipulag
Plastgluggaverksmiðjan PGV

Plastgluggaverksmiðjan PGV Grindavík

Plastgluggaverksmiðjan PGV Framtíðarform er ný af nálinni og býður upp á glugga, hurðir, svalalokanir og sólstofur í hæsta gæðaflokki . Allar vörur PGV Framtíðarforms eru unnar úr svokölluðu PVCu efni sem er algerlega viðhaldslaust og með mun lengri endingartíma en önnur gluggaefni. Öll framleiðslan er innlend og með fullkomnum tækjabúnaði og áratuga reynslu getur PGV Framtíðarform ehf boðið viðskiptavinum sínum upp á varanlegar lausnir sem lítið sem ekkert þarf að hugsa um.

Íslensk framleiðsla PVC-u efnið er framleitt í Þýskalandi af deceuninck®, en gluggarnir eru alfarið framleiddir og samsettir á Íslandi. Gísli Jóhann Sigurðsson hjá PGV segir að þannig náist að tryggja að framleiðslan sé í hæsta gæðaflokki, enda sé reynsla og þekking starfsmanna umtalsverð. Glerið sjálft kemur svo frá Glerskálanum í Kópavogi. „Fólk áttar sig ef til vill ekki á því að í allri þessari plastgluggaflóru sem er í boði á Íslandi eru til margar gerðir og eru þær af misjöfnum gæðum, en gluggarnir okkar eru tvímælalaust í hæsta gæðaflokki,“segir Gísli.
Gísli Jóhann Sigurðsson hjá PGV

Fullkominn tækjakostur PGV Framtíðarforms gerir fyrirtækinu kleift að framleiða glugga, hurðir og sólstofum eftir öllum hugsanlegum kröfum viðskiptavina sinna, sem jafnframt standast hinar ströngustu gæðakröfur. Öll samskeyti glugga frá PGV eru þannig brædd saman við 240° hita og er því gluggaramminn sem ein heild. Gísli segir að eftir að gluggarnir hafa verið bræddir saman geti hinir allra sterkustu menn ekki unnið á þeim og hafi hann þó boðið mörgum að reyna. Einn af fjölmörgum kostum PVCu efnisins segir Gísli vera hversu vel það þolir þær sífelldu veðrabreytingar sem við Íslendingar búum við. „Jafnvel þó ein tegund af gluggaefni hafi gefið góða raun í t.d. Danmörku þarf það alls ekki að þýða að það þoli hið margbreytilega íslenska veðurfar. Hitasveiflur á Íslandi eru margfalt meiri en þekkist í nágrannalöndum okkar og þola mörg gluggaefni það ekki. PVCu efnið breytist hins vegar aldrei, hvorki þenst út né dregst saman, og hefur því gefið ákaflega góða raun hér á landi,“ segir Gísli.

Viðhaldsfrítt

Jafnvel þó orðið viðhaldsfrítt kunni að hljóma of vel til að vera satt, fullyrðir Gísli að um leið og glugginn sé kominn í þurfi í raun ekki að hugsa um hann meir. „Þetta efni þolir öll veðrabrigði, það upplitast ekki við sólarljós, það þarf ekkert að bera á það og hefur staðist allar gæðaprófanir. Samkvæmt vísindalegum athugunum frá deceuninck® er líftími PVCu glugga um tvöfalt lengri en í hefðbundnum álgluggum og þrisvar sinnum meiri en í trégluggum. Raunar er elsti PVCu gluggin sem við vitum um á Íslandi rúmlega 40 ára gamall og er hann alveg eins og nýr. Hann var reyndar dálitið gulur þegar við skoðuðum hann og óttuðumst við í fyrstu að einhver upplitun hefði átt sér stað, en svo kom í ljós að glugginn var bara skítugur og náði blaut tuska að færa hann í sitt upphaflega form, en þrif eru víst eina viðhaldið sem við sleppum líklega seint við,“ segir Gísli.

PVCu próf íllinn frá deceuninck® er margrofa sem veitir honum einstakt einangrunargildi. Margrofa þýðir að prófílnum er skipt upp í mörg hólf sem verður til þess að stálrammi gluggans kemur aldrei við útbrúnina og leiðir þarafleiðandi ekki kulda. Svo er í prófílnum sérstakt frárennsliskerfi sem leiðir allt óæskilegt vatn út. Þá er sífelld loftun um rúðuna sem verður til þess að rakamyndun getur aldrei átt sér stað, en Gísli segir það algent í hefðbundnum rúðum að raki komist í glerið og þorni aldrei vegna skorts á loftun.

Öryggið í fyrirrúmi


PVG býður upp á afar fullkomnar læsingar á gluggum og hurðum, allt eftir stærð og gerð. Útidyrahurðir geta verið með allt að sjö punkta læsingum af fullkomnustu gerð og allir gluggar með næturlæsingu sem veitir loftun og fullkomið öryggi á sama tíma. Þá eru allir gluggar PVG glerjaðir innan frá sem þýðir að ómögulegt er að spenna upp gluggalistana utan frá, þar sem þeir eru ekki til staðar. Því má bæta við að breska lögreglufélagið ACPO mælir með þessum gluggum og hurðum af öryggisástæðum.

Umhverfisvænt efni

Gísli segir mikinn misskilning að plastgluggaefni sé óumhverfisvænna en t.d. tré  í fyrsta lagi þurfi ekki að höggva nein tré til að framleiða plastefnið. Plastefnið er einnig endurvinnanlegt og raunar allur glugginn. Þá þurfi heldur engin lakk og málningarefni að bera á gluggann sem oft innihalda eiturefni. Gluggarnir eru þar að auki flokkaðir sem orkusparandi og er hitatap því í lágmarki og sparast þannig til við kyndingu. Þá er glerið er 28mm að þykkt og er loftun 2cm í stað 12 mm sem algengt er í venjulegu gleri og er því hljóðeinangrun mun meiri.

PVC í gamla falsið

Þegar kemur að því að skipta út gamla fúna tréglugganum er hægur leikur að setja viðhaldslausan PVCu plastglugga í staðinn. Annað hvort er hægt að taka einfaldlega gamla glugann úr eða að setja nýjan PVCu glugga í gamla falsið. Gísli segir það engu skipta þó gamli glugginn sé farinn að fúna, því þegar nýi glugginn sé kominn í, lofti alltaf um þann gamla og helst því í óbreyttu ástandi. PGV býður upp á ísetningu á öllum gluggum sínum og leggur Gísli mikla áherslu á fagmennsku, enda rýri það gæði gluggans ef hann sé ekki rétt settur í.

Sólstofur og svalahurðir

PGV býður upp á afar vandaðar sólstofur og svalahurðir sem sérsniðnar eru að þörfum hvers og eins. Sólstofur PGV eru í gæðaflokki A sem þýðir að þær eru 100% vind og vatnsheldar. „Sólstofurnar hafa í raun staðist gæðaprófanir á allt að 58 metrum á sekúndu, en það er hvirfilbyljahraði og vísast ekki allar sólstofur sem þola það.“ Gísli leggur mikla áherslu á að fylgjast með nýjungum í bransanum og kynnir nú stoltur svokallaða „harmonikkusvalahurð“ sem veitir 90% opnun, sem þýðir að 90% af svaladyrunum opnast. Þá hefur PGV verið að kynna þá hefur PGV verið að kynna nýjan öryggisveltiglugga sem spennandi lausnir fyrir landhentar vel í fjölbýli, enda hægt búnað og hestaáhugamenn, m.a. að þrífa hann innan frá, og tvískiptar hesthúsahurðir.

Sjá nánar: www.pgv.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga