Greinasafni: Arkitektar
Drauma aðkoma heimilisins að veruleika
Þegar kemur að innanhúshönnun hafa allir sinn háttinn á og endurspeglar hönnunin gjarnan smekk og stíl íbúanna  hönnun á aðkomu húsa er hins vegar ekki síður mikilvæg, enda öllum sýnileg sem leið eiga hjá. Verktakafyrirtækið Stéttafélagið ehf. sérhæfir sig í alhliða lóðafrágangi og hefur áralanga reynslu í að aðstoða húseigendur að færa aðkomu húsa þeirra í það form sem þeir óska.

Allur gangur er á ástandi lóða og aðkomu húsa allt frá berum moldarflögum að grónum görðum sem þurfa allsherjar yfirhalningu og er Stéttafélagið í stakk búið til að takast á við flest þau verkefni sem koma inn á borð þeirra, að sögn Elvars. „Við mætum einfaldlega á staðinn, mælum verkið út og gerum verðtilboð að kostnaðarlausu. Við sjáum svo um að hreinsa burt gamla planið, jarðvegsskipta, hlaða veggi og annað sem þarf að gera þegar unnið er að nýju plani. Og ef ekki er til teikning af verkinu erum við boðnir og búnir til að koma með hugmyndir, útfæra hugmyndir viðskiptavina okkar eða blanda þeim saman svo út fáist besta mögulega útkoman. Við tökum að okkur að breyta heimaplaninu þínu í þá aðkomu heimilisins sem þig hefur alltaf dreymt um.,“ segir Elvar. Á meðal verkefna sem Stéttafélagið hefur verið að fást við má nefna almennan lóðafrágang, hellulagnir, vegghleðslur, þökulagningu, lagnavinnu. jarðvegsvinnu, flutning á jarðvegi og fjarlæging trjáa svo eitthvað sé nefnt.

Innan fyrirtækisins er áratuga reynsla af hellulögnum og lóðafrágangi, en fyrirtækið var stofnað árið 2000 og hefur síðan þá unnið fjöldann allan af verkum, stórum sem smáum, við góðan orðstír. Yfirbygging fyrirtækisins er afar lítil og segir eigandi Stéttafélagsins, Elvar Hermannson, að þannig nái fyrirtækið að halda verði í lágmarki. „Til að geta ávallt haldið verðskrá okkar með þeim allra lægstu sem finnast á markaðnum þá höfum við ekki fjárfest í stórtækum vinnuvélum og vörubílum. Þess í stað höfum við gert hagstæða samninga við vélaleigu og vörubílafyrirtæki um leigu á vinnuvélum og kaup á vörubílaakstri,“ segir Elvar. Stéttafélagið starfar einnig gjarnan sem undirverktaki hjá stærri fyrirtækjum. „Við höfum starfað sem undirverktakar við góðan orðstír hjá mörgum af virtari verktakafyrirtækjum landsins, stórum sem smáum, og erum þekktir fyrir vönduð vinnubrögð og gott verkskipulag. Þá tökum við að okkur þann hluta verks sem snýr að hellulögnum. Þá sjá yfirverktakarnir um vélavinnu og kaup og flutning á efni og við sjáum um hellulögnina. Þetta hefur skilað talsverðri hagræðingu fyrir marga verktaka sem við höfum starfað fyrir þar sem við bjóðum lág einingaverð og vinnum með hraðann, gæðin og fagmennskuna í fyrirrúmi,“ segir Elvar.

Nánari upplýsingar: www.stettafelagid.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga