Greinasafni: Menntun
Úr hverju er Kvasir og hvað verður um hann ?

Kvasir, samtök fræðslu og símenntunarmiðstöðva 10 ára

Þann 13. október síðastliðinn var haldið upp á 10 ára afmæli Kvasis á Hótel Örk í Hveragerði. Þar tóku til máls margir velunnarar fullorðinsfræðslu á Íslandi.
  
Framsögumenn á ráðstefnunni komu úr öllum áttum, Stefanía Kristinsdóttir, formaður stjórnar Kvasis, setti fundinn og Katrín Jakobsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra ávarpaðið ráðstefnugesti, Skúli Thoroddsen fyrrum framkvæmdastjóri Miðstöðvar Símenntunar á Suðurnesjum og einn af stofnendum Kvasis, fjallaði um hlutverk símenntunarmiðstöðvanna, Ólafur Páll Jónsson heimspekingur fjallaði um menntun og lífsfyllingu, Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri, fjallaði um samstarf háskóla og símenntunarmiðstöðva, Kristín Njálsdóttir, forstöðumaður Landsmenntar, fjallaði um Markviss stuðning símenntunarmiðstöðva við símenntun í atvinnulífinu og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, fjallaði um þróun fullorðinsfræðslu.
Margir framsögumenn vitnuðu í yfirskrift ráðstefnunnar: Úr hverju er Kvasir? Í stuttu máli þá var Kvasir vitrastur manna og gerður úr hráka ása og vana sem vott um friðarstefnu þeirra á milli. Það er líkt með Kvasi og símenntunarmiðstöðunum að þær hafa leitast við að dreifa sér um allt land með það að markmiðið að leysa úr hvers manns þörf fyrir þekkingu og menntun, bæði með því að skapa umhverfi fyrir menntun frá öðrum stofnunum sem og að þróa Hvort sem samtök fræðslu og menntunarúrræði. símenntunarmiðstöðvanna munu hljóta sömu örlög í yfirstandandi þrenginum og Kvasir sem drepinn var af tveimur dvergum, Fjalari og Galari, verður ósagt látið. Fullorðinsfræðslan hefur nú skipt um nafn og heitir framhaldsfræðsla með nýjum lögum sem tóku gildi 1. október síðastliðinn. Þá hafa verið stofnuð samtök fyrir aðila í fullorðinsfræðslu sem bera nafnið Leikn og eru víðtækari en Kvasir sem í upphafi náðu eingöngu til miðstöðva á landsbyggðinni. Menntamálaráðuneytið hefur þegar skilgreint Leikn sem hagsmunasamtök fullorðinsfræðslunnar en allir aðilar í Kvasi eru einnig aðilar í Leikn. Í kjölfar afmælisins var haustfundur Kvasis sem að þessu sinni var helgaður stefnumótun. Ein af þeim spurningum sem lágu fyrir í þeirri stefnumótun var hver væri framtíð Kvasis í ljósi fyrrgreindra breytinga. Í umræðu kom fram að það væri mikilvægt að viðhalda þeirri þróun og þekkingaruppbyggingu sem hefur orðið innan samtakanna.

Greinarhöfundur las um daginn grein um prisma hugmyndafræðina þar sem fram kom að mikilvægt væri að tengja saman strauma skapandi hugsunar og rökhugsunar til að móta nýjar leiðir í þekkingarsköpun og miðlun. Í ræðu sinni minntist Katrín Jakobsdóttir á að dráp Fjalars og Galars á Kvasi hafi e.t.v. ekki verið tilgangslaust og ætti sér samsvörunu í nútímanum þar sem áherslan er að færast frá þekkingu yfir í sköpun. Fjalar og Galar brugguðu einmitt skáldskaparmjöð úr Kvasi.

Hvort sem Kvasir er allur eða ei er mikilvægt að rödd símenntunarmiðstöðvanna um land allt sé sterk. Það er ljóst að ýmislegt má brugga úr þeirri þekkingu sem samtökin hafa þróað síðasta áratuginn, jafnvel síbreytilegt og skapandi menntakerfi fyrir alla. Menntakerfi þar sem ólíkir geirar vinna saman að því að skapa umhverfi til náms, því menntun er eitthvað sem gerist í huga þess er hana stundar og kerfið þarf þeim að þjóna en ekki sjálfu sér.
Stefanía G. Kristinsdóttir, formaður Kvasir


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga