Greinasafni: Veitingar
Veitingaskálinn Ferstikla í Hvalfirði á sér langa sögu


Veitingaskálinn Ferstikla í Hvalfirði á sér langa sögu, næstum eins langa og þjóðvegurinn hefur verið bílfær og það má leiða að því líkum að flestir þeir sem hafi verið komnir á legg fyrir Hvalfjarðargöng hafi einhvern tímann áð þar. Veitingasalan sem er norðan megin við fjörðinn, skammt innan við Saurbæ, hófst á Ferstiklu árið 1933 og hefur verið þar óslitið síðan, þótt áherslur hafi breyst með tíð og tíma.
 
Núverandi eigendur eru Ingibjörg Unnur Pétursdóttir og Eyjólfur Jónsson. Eyjólfur segir umferðina hafa breyst eftir tilkomu gangnanna en segir mikla umferð í Hvalfirðinum yfir sumarmánuðina enda vinsælt að keyra um fjörðinn og njóta náttúrufegurðarinnar sem þar ríkir. En veitingaskálinn á Ferstiklu er opinn allt árið, í næsta nágrenni er mikil sumarbústaðabyggð sem er stöðugt að stækka og ennþá er búið þar. Það er því full þörf á þeirri þjónustu sem veitt er í Ferstikluskála. 

Í veitingasölunni er boðið upp á heitan heimilismat en slíkt þarf að panta fyrirfram og síðan er alltaf opið á grillinu. Nýverið var nýr pizzaofn tekinn í notkun og nú er hægt að fá þar gómsætar pizzur frá McCain. „Við erum einnig með lítið búðarhorn“ segir Eyjólfur, „þar sem eru ýmsar nauðsynjar sem fólk þarf á að halda, og svo eru olíuvörur, veiðivörur og flugnanet. Í næsta nágrenni er hægt að komast í sund, golf og veiði svo eithvað sé nefnt.“

Um Ferstiklu
Fjórir af fimm tindum Botnsúlna sjást frá Ferstiklu og talið að nafnið sé dregið af því
Ferstikla á Hvalfjarðarströnd var í upphafi bústaður landnámsmannsins Kolgríms hins gamla frá Þrándheimi. Tengdafaðir hans, Hróðgeir spaki, bjó að Saurbæ, þar til hann seldi og flutti brott.  Skroppa hin fjölkunnuga, fóstra Þorsteins öxnabrodds, á Saurbæ er nafngjafi Skroppugils við Ferstiklu.  Hún brá sér í gyltulíki, þegar Hólmverjar komu í heimsókn en Hörður sá við henni og drap hana með steini.  Hallgrímur Pétursson dvaldi að Ferstiklu hjá Eyjólfi syni sínum síðustu æviárin.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga