Greinasafni: Ferðaþjónusta
Frístundabyggð milli fjalls og fjöru - á jörðinni Brekku í Hvalfjarðarsveit

Frístundabyggðin Brekka er splunkunýr möguleiki fyrir þá sem eru að leita sér að stað til að reisa sumarhús. Brekka er staðsett í hlíðum Brekkukambs á jörðinni Brekku í Hvalfjarðarsveit, innarlega í Hvalfirði, norðan megin við fjörðinn. Landið (ný síða) hallar allt í suður og suðvestur frá fjalli og niður í sjó. Frístundabyggðin er ofarlega í landinu með stórkostlegu útsýni út fjörðinni út á Faxaflóa og einnig inn fjörðinn þar sem Geirshólmi, Hvalfell, Þyrill og Botnssúlur blasa við. Svæðið er í 60 til 120 metrum yfir sjó í brattlendum holtum og grónum úthaga þar sem hvert hús getur verið útaf fyrir sig, nánast í hvarfi frá næstu húsum.

Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við fyrstu sumarhúsin. Það þarf varla að útlista náttúrufegurð Hvalfjarðarins. Útsýnið yfir fjörðinn frá Brekku er óviðjafnanlegt. En staðsetningin hefur fleiri kosti, því þar er bæði aðgangur að sjó og fjöllum. Það er stutt upp í kyrrð óbyggðanna og góðar gönguleiðir óteljandi. Fjaran er heimur útaf fyrir sig og alltaf áhugaverð. Örstutt er á miðin til að sækja sér soðningu og ágæt aðstaða til að geyma smábáta innandyra. Kajakræðarar er þegar farnir að festa sér lóðir og eru sérstaklega velkomnir með sín hljóðlátu fley. Hestamenn geta einnig fengið sína þjónustu á Brekku, því aðstaða verður fyrir lóðaeigendur til að hafa hesta sína á beit nánast við húsgaflinn.

Frá Brekku eru aðeins sextíu kílómetrar til Reykjavíkur, hvort heldur er farið fyrir fjörðinn, eða undir hann um Hvalfjarðargöng. Ursula Árnadóttir er í forsvari fyrir Brekku og segir hún alla jörðina Brekku vera í aðlögun að lífrænni vottun – enda sé mikilvægt að varðveita þann hreinleika og kyrrð sem einkenni svæðið. T.d. eru snjósleðar og fjórhjól bönnuð innan svæðis frístundabyggðarinnar. Til að viðhalda ásýnd landsins og einnig til að svæðið sökkvi ekki í aspar- og greniskóg og útsýnið glatist, er eingöngu heimilt að gróðursetja birki og íslenskar víðitegundir.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.brekka.is eða hringja í síma 869-1011.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga