Greinasafni: Hótel og gisting
Útsýni og sólsetur, ferðaþjónustan á Móum undir Akrafjalli

Á Móum, í um það bil þriggja kílómetra fjarlægð frá Akranesi er gistihúsið Móar. Þegar komið er upp í Hvalfjarðargöngunum norðanmeginn, er beygt út úr hringtorginu í átt að Akranesi og þremur til fjórum kílómetrum síðar er beygt að fyrsta bæ til hægri. Það eru Móar.
Sólveig Jóna Jóhannesdóttir, sem rekur ferðaþjónustuna á Móum býður upp á gistingu inni í húsi og tvö lítil sumarhús sem taka hvort um sig fjóra til fimm í gistingu. Í húsunum eru salerni og sturta og gott eldhús „og með útsýni yfir allan Faxaflóann eins og hann leggur sig“ eins og Sólveig segir. Í húsunum eru öll áhöld og tæki sem til þarf í eldhúsi aðeins þarf að mæta með svefnpokann eða sængina og matinn. 

„Síðan er ég með gistingu inni í húsi fyrir átta manns,“ segir Sólveig. „Það sel ég uppábúið á 3.500 krónur, en 2.500 í svefnpokapláss. Þar er eldunar- og hreinlætisaðstaða með sturtu. Þar er einnig setustofa og sólstofa sem vísar í suðvestur og þaðan er fallegt útsýni til Reykjavíkur og allan hringinn, og virkilega hægt að njóta sólsetursins. Svo er hægt að rölta sér upp í Akrafjall fyrir aftan bæinn og þaðan er nú aldeilis útsýnið. Hjá okkur er hægt að fá leiðbeiningar um gönguleiðir á svæðinu.“ 

Þegar Sólveig er spurð hvað annað sé í boði fyrir ferðamenn á svæðinu, segir hún: „Hingað kemur fólk til að skoða náttúruna hér í kring, til dæmis Glym og fegurðina í Hvalfirði, keyra upp í Borgarfjörð. Fólk dvelur gjarnan hjá okkur í nokkra daga og ferðast héðan, hvort heldur til Reykjavíkur eða um svæðið. Það er mun hagstæðara heldur en að gista í Reykjavík, þótt fólk þurfi að kaupa bensín og gjaldið í göngin. 

Síðan er töluvert að sjá á Akranesi, þar sem er byggðasafnið og steinasafnið, íþróttasafnið og þar er mjög fín sundlaug.“


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga