Greinasafni: Veitingar
Galito á Akranesi - Fjölbreyttur matseðill fyrir allar kynslóðir
Veitingahúsið og veisluþjónustan Galito á Akranesi er í eigu Þórðar Þrastarsonar matreiðslumanns og Áróru Rósar Ingadóttur framreiðslumanns og hefur starfað í fjögur ár, við góðan orðstír. Veitingahúsið opnar klukkan 11.30 alla daga nema sunnudaga. Þá er opnað klukkan 17.00. Síðan er opið til klukkan 21.00 frá sunnudegi til miðvikudags og til klukkan 22.00 fimmtudag, föstudag og laugardag. 

Matseðillinn er æði fjölbreyttur og er hægt að velja á milli þess að fara í súpur, salöt, kjúklingarétti og slíkt – eða í fimm rétta matseðla með sushi og tilheyrandi. „Við erum með tvískiptan seðil,“ segir Þórður. „Annars vegar bistróseðil og síðan fínni a la carte seðil. Við erum með fullt vínveitingaleyfi – en erum ekki pöbb. Það er ekki opið hjá okkur á nóttunni. 

Vinsælustu réttirnir á a la carte seðlinum eru nautalund, andabringa og humar, svo nýtur sushi-ið æ meiri vinsælda. 

Á Bistróseðlinum er Tandoori – kjúklingur á nan brauði vinsælasti rétturinn og hefur hann verið á seðli frá upphafi. Auk hans nýtur steikarsamlokan okkar mikilli vinsælda. 

Á Galito eru tveir salir, sem taka á milli fimmtíu og sextíu manns í sæti. „Við skiptum þó sölunum ekki niður eftir matseðlum,“ segir Þórður. „Hingað kemur mikið af fjölskyldufólki og þá er hagkvæmt að geta boðið báða matseðlana. Þá getur eldra fólkið farið í fínni mat en krakkarnir fengið pizzur.

Það er úr mörgu að velja hjá okkur – fyrir allar kynslóðir.“

Galito veitingastaður
Stillholti 16-18
300 Akranesi , sími 430 6767
arorarosehf@hotmail.com

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga