Greinasafni: Hótel og gisting
Eyrarkot: Eins og að vera heima hjá sér

Ofan við Hvalfjarðareyrina, við veg 47, er ferðaþjónustubærinn Eyrarkot, í húsi sem var á árum áður pósthús og símstöð fyrir sveitina. Þar er aðstaða fyrir tíu manns í gistingu, auk þess sem þar er einnig leigður út salur fyrir hópa eða fundi. 

„Aðstaðan er mjög góð,“ segir ferðaþjónustubóndinn, Bergþóra Andrésdóttir sem sjálf býr á Kiðafelli þar sem hún er með búskap. „Við höfum endurgert allt innanhúss en þetta er gamli byggingastíllinn, allt byggt hvað utan um annað í mörgum áföngum. Við létum þó gamla stílinn halda sér að miklu leyti. Til dæmis eru lúgurnar og hillurnar undir póstinn þarna ennþá.

“ Á Eyrarkoti er eldhús með öllu sem til þarf. Þar eru pottar og pönnur, leirltau, hnífapör og gasgrill, eldavél og ísskápur. „Það er í raun og veru eins og þú sért heima hjá þér en ég sé einnig um morgunmat fyrir þá sem það vilja.

“ Bergþóra segir allan gang á því hvernig húsið er leigt út. .Ég er með uppábúið en líka með svefnpokapláss. Fólk getur pantað allt húsið, með salnum, eða án og mikið af mínum gestum kemur í gegnum Ferðaþjónustu bænda. Ég hef látið útbúa álfakort yfir næsta nágrenni, en álfabyggðir eru allt í kringum húsið og upp í fjallið hér fyrir ofan. Hér er líka mikið af fallegum gönguleiðum og Hvalfjörðurinn er auðvitað alger paradís. 

Hér er mikil náttúrufegurð og fólk talar mikið um hversu mikil kyrrð og ró er hér. Þetta er svo notalegt að fólki finnst það vera heima hjá sér. Í setustofunni er mikið af bókum um náttúruna og alls kyns myndabækur af jörðinni. Það er sjónvarp í einu herbergi ef ske kynni að þeir smelltu á enn einni Evrópukeppni í einhverju en ég veit ekki til þess að fólk kveiki nokkurn tímann á því. Það er svo margt annað skemmtilegt hægt að gera.

Hægt er panta  máltíðir og morgunmat fyrir hópa og einstaklinga.
Nánari upplýsingar og gistipantanir  eru í síma 6923025 og í netfanginu begga@emax.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga