Bílasalan Bílás 25 ára
Bílasalan Bílás var stofnuð á Akranesi árið 1983 af bræðrunum Ólafi og Magnúsi Óskarssyni, og er því aldarfjórðungsafmæli bílasölunnar þetta árið. Starfsemin hefur flutt þrisvar sinnum á þessu tímabili. Hún var eitt ár í leiguhúsnæði og síðan lengst af í eigin húsnæði að Þjóðbraut. Á liðnum vetri flutti bílasalan í nýtt húsnæði með glæsilegum sýningarsal á besta stað við innkeyrslu bæjarins.
Að sögn Magnúsar er nýja húsið 1120 fermetrar að grunnfleti og nýtir bílasalan 560 fermetra af því. Mestan starfstímann hefur Bílás verið með söluumboð á nýjum og notuðum bílum fyrir B og L en á síðasta ári bættist við söluumboð fyrir Heklu.

“Auk þessa leggjum við áherslu á að selja bíla fyrir allan almenning,” segir Magnús. “Þó að áhersla á nýju bílana sé vesturlandið þá má segja að markaðssvæðið sé allt Landið (ný síða). Ótrúleg þróun hefur verið á þessum árum bæði hvað varðar framför í bílum og breyttri starfsaðstöðu í vinnuumhverfi. Geysilegar sveiflur hafa verið í sölu á þessum tíma sem við höfum starfað og virðist svo ætla að vera áfram.”

Hann segir að sé horft til framtíðar þá telji hann ekki ástæðu til annars en að vera bjartsýnn.

“Við erum með eina glæsilegustu aðstöðu fyrir bílasölu á landinu og góða staðsetningu, og við munum nýta okkur þau tækifæri sem gefast,” segir Magnús. 
                                                                                                                        

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga