Greinasafni: Sveitarfélög
Sögufrægir staðir, stórbrotin náttúra, blómlegt menningarlíf
Borgarbyggð hefur upp á margt að bjóða, bæði fyrir ferðamenn og þá sem búsettir eru þar.
Borgarbyggð er sameinað sveitarfélag sem nær yfir allan Borgarfjörð, norðan Skarðskheiðar, fyrir utan Skorradalshrepp, og teygir sig allt vestur að Haffjarðará á Snæfellsnesi. „Við erum eitt landmesta sveitarfélag landsins, tæpir fimm þúsund ferkílómetrar og þar af eru um tólf hundruð ferkílómetrar í byggð,“ segir sveitarstjórinn, Páll S. Brynjarsson. Í Borgarbyggð búa í tæplega 3.800 íbúar, flestir í Borgarnesi, eða 1950 og svo eru rúmlega þrjú hundruð íbúar á Hvanneyri og tvö hundruð og fjörutíu með lögheimili á Bifröst. 

Tveir háskólar
„Sérstaða okkar sú að hér eru tveir háskólar,“ segir Páll, „og það eru alla jafna sjö hundruð íbúar á Bifröst þótt ekki séu fleiri skráðir með lögheimili þar og fimm hundruð á Hvanneyri, þannig að dulin búseta í Borgarbyggð er ansi mikil.“
Páll segir kosti Borgarbyggðar marga. „Í fyrsta lagi er þetta afar fagurt hérað og öll sú þjónusta til staðar sem fólk þarf. Hér eru tveir háskólar og þá eru öll skólastigin komin, vegna þess að menntaskóli tók stil starfa síðastliðið sumar. Staðsetningin er afar góð, í um sjötíu kílðometra fjarlægð frá höfuðborginni. Samgöngur til höfuðborgarinnar eru mjög góðar og eiga bara eftir að batna þegar Sundabraut kemur. Það er því auðvelt að búa í Borgarbyggð en vinna á höfuðborgarsvæðinu. Hér er gott að búa og það eru öflug fyrirtæki í héraðinu. Í Borgarbyggð upplifirðu alla kosti þess að búa í sveitinni en ert í seilingarfjarlægð við borgina og átt auðvelt með að njóta þess sem hún býður upp á.
“ Víst er að náttúran er stórbrotin og fögur í Borgarbyggð. Páll nefnir, meðal annars, Hraunfossa, Glanna, Paradísarlaut og Eldborg. „Hér eru sögufrægir staðir, eins og Reykholt og Borg á Mýrum. Þar fyrir utan eru hér skemmtileg söfn sem gera sögunni skil. Ég nefni þar sérstaklega Landnámssetrið í Borgarnesi sem hefur notið mikilla vinsælda, Snorrastofu í Reykholti og síðan söfnin í Borgarnesi og Hvanneyri.“ Börn í hundrað ár „Í Borgarnesi er Safnahús Borgarfjarðar og þar stendur yfir í sumar sýning sem ber heitið 

 

Páll S. Brynjarsson
sveitarstjóri

„Börn í hundrað ár.“
Hún fjallar um sögu barna frá 1908 til 2008, bæði í myndum og ýmsum hlutum sem eru notaðir til að segja sögu barna í þennan tíma. Þessi sýning fer afar vel af stað og þarna er verið að nýta sýningarhluti úr öllum okkar söfnum. Þarna er náttúrugripasafn, skjalasafn, byggðasafn, listasafn og bókasafn og öll þessi sköfn í húsinu standa að sýningunni, auk þess sem við fengum góða aðstoð frá Ljósmyndasafninu á Akranesi.
Á Hvanneyri er Landbúnaðarsafn Íslands, sem er að þróast upp úr Búvélasafninu. Þar er einnig Ullarselið, þannig að þar er margt að sjá og skoða. 

Í Borgarbyggð eru líka margar skemmtilegar göngu- og reiðleiðir og það verður stöðugt vinsælla að fara héðan frá Borgarnesi um svæðið. Göngur hafa aukist mikið undanfarið. Síðan hafa aðilar í sveitarfélaginu unnið ötullega að því að bæta aðgengi fatlaðra að ferðamannastöðum.“
Hvað gistimöguleika varðar, segir Páll möguleikana og fjölbreytnina ómælda og það sama eigi við um veitingahús. „Hér hafa sprottið upp fyrirtæki, til viðbótar við þau sem fyrir voru, sem hafa nú þegar getið sér mjög gott orð. Þar vill ég nefna Hótel Hamar á golfvellinum rétt utan við Borgarnes, Fossatún við Grímsá, Hraunsnef sem er rétt fyrir ofan Bifröst. Þetta eru skemmtilegir staðir, hver með sína sérstöðu og þar eru aukinheldur tjaldstæði og veitingar.“ 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga