Greinasafni: Veitingar
Konditorí með útsýni. Geirabakarí í Borgarnesi
 
 
Geirabakarí og konditorí, er á Digranesgötu 6 í Borgarnesi er það fyrsta sem blasir við vegfarendum þegar þeir koma yfir brúnna frá Reykjavík – enda er Geirabakarí fastur viðkomustaður þeirra fjölmörgu sem eiga reglulega leið í gegnum Borgarnes. 

„Fólk sem er með bústaði í sveitunum hér í kring kemur gjarnan við í Geirabakaríi til að fá sér kaffi og spjalla og kaupa sér brauð og kökur til að hafa með sér í bústaðinn,“ segir Geiri og bætir við: „Enda er ég með mjög gott kaffi. Hér er ekta kaffivél og hægt að fá expresso, cappucino og hvað það heitir allt saman.“ 

Og víst er að brauðin hjá Geira eru jafn ekta og kaffið og mikil fjölbreytni. „Ég er í öllu,“ segir hann. „Öllum tegundum af brauðum, þar með töldum miðjarðarhafsbrauðum, og kökum og alls kyns kruðeríi. Þetta er jú einu sinni konditorí. Ég er með súpu í hádeginu og pastarétt, auk þess að vera með smurt brauð sem fólk getur borðað hér á staðnum, eða tekið með sér. Og ég þori að fullyrða að enginn verður svikinn af smurða brauðinu, því ég er með smurbrauðsdömu. Og auðvitað bjóðum við upp á snittur.“
Þegar Geiri er spurður hvernig hann myndi lýsa kaffihúsinu, segir hann: „Ég er með flottasta kaffihúsið – og alveg örugglega flottasta útsýnið á öllu landinu.

 
 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga