Greinasafni: List
Gallerí Brák og Brákarsalir - Listsköpun, skemmtisögur, náttúra og friður
Úti í Brákarey við Borgarnes eru Gallerí Brák og Brákarsal Þar eru vinnustofur fyrir listamenn, námskeið fyrir alþýðulistamenn og fólk sem langar til að fá tækifæri til að vinna að listum, en hefur kannski ekki aðstöðu til þess. Þetta er ekki gallerí sem er ekki opið á neinum vissum tíma, heldur verður bara að hringja í síma 860-2032 eða 437-2002 til að athuga hvort það er opið, segir Ólöf Davíðsdóttir sem starfrækir galleríið og Brákarsali, en með henni starfar Arndís Gestsdóttir.

Og nóg er plássið því Ólöf býr ein í þessu átta hundruð fermetra húsi. Ég er eini ábúandinn á eyjunni,. segir hún, .og er með litla brú hér yfir í Landnámssetrið. Ég hef fjögurra jökla sýn og gríðarlega flott útsýni. Hér er alltaf sólskin allt sumarið og orkan hér er ótrúlega góð.. 

Í Brákarsali kemur mikið af erlendum listamönnum til að starfa; mála, vinna með leir, gler eða silfur. En þangað kemur líka mikið af góðum gestum. Það er töluvert um að hópar komi hingað til okkar, hvort heldur eru saumaklúbbar, hjónaklúbbar, vinnustaðahópar, eða félagasamtökum, segir Ólöf. .Fólk kemur til að heimsækja mig og ég segi því skemmtisögur, alls konar sögur um náttúruna og friðinn..
Í Brákarey kemur mikið af listamönnum frá Þýskalandi og Hollandi, .en það voru þeir sem opnuðu gluggann hjá mér. Ég vildi aldrei leyfa neinum að koma hér inn en þeir opnuðu mér sýn á að það væri hægt að leyfa öðrum að vinna hérna,. segir Ólöf.

Ég hef líka verið með fatlaða listamenn hér á hinum ýmsu námskeiðum. Þeir hafa verið að mála á gler eða striga og eru síðan í leir, en Elsa Haralds leirlistakona hefur séð um þau námskeið. Stefnan hjá okkur í næsta vetur er að fá listamenn á öllum sviðum til að vera með námskeið hérna.. 

Fyrir stuttu tók Ólöf þátt í svokallaðri Utangarðssýningu í Vín og var á dögunum tilkynt að hún hefði fengið verðlaun á sýningunni. Í kjölfarið verður grein um hana og listsköpun hennar í evrópsku tímariti. En Ólöf hefur vakið heldur betur náð að vekja athygli á meginlandinu, vegna þess að í júlí verður gallerí sem ber heitið. Gallery Ólöf opnað í Laiden í Hollandi, en það er með flottari listaborgum álfunnar. Í október verður síðan stofnaður sjóðurinn .Ólöf Foundation,. sem hefur það hlutverk að fjármagna ferðir fatlaðra listamanna. Það er nú ekki ég sem er að standa í þessu, segir Ólöf, heldur vel efnaðir fjárfestar sem fengu nafnið mitt [n1156270152_30205922_5478.jpg]lánað. Engu að síður fer Ólöf reglulega til Hollands til að kenna, auk þess sem fólk þaðan kemur til hennar.

Þegar Ólöf er spurð hvort sjóðurinn sé aðeins fyrir fatlaða listamenn, segir hún: Nei, það geta allir listamenn sótt um í þennan sjóð, sem og og sýningaraðstöðu í gallerínu og vinnuaðstöðu hjá mér.

  

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga