Greinasafni: Sveitarfélög
Skorradalshreppur.Fallegir fossar og skógur fyrir lautarferðir
Í Skorradal er einhver þekktasta sumarhúsabyggð landsins, en Skorradalshreppur liggur að Lundareykjadal . með Skorradalsháls á milli . og nær að Hvalfjaðrarsveit; Skarðsheiði, Dragarfelli og að Botnsfelli. Í sveitarfélaginu búa sextíu manns og segir oddvitinn, Davíð Pétursson, Skorradalshrepp fyrst og fremst vera landbúnaðarsvæði. Auk þess er hér mikil frístundabyggð, eða um sjö hundruð hús. 

Hvað þjónustu við íbúana varðar, segir Davíð: Við erum með samning við Borgarfjarðarsveit um að börnin fara í skóla á Klelppjárnsreykjum og Hvanneyri, sem og í tónlistarskólann í Borgarnesi. Félagsþjónustan hér er í samvinnu við Borgarfjarðarsveit og Dali og síðan erum við með þjónustusamning við Slökkvilið Borgarbyggðar. Ennfremur erum við Við aðilar að Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. 

Í Skorradalshreppi eru hvorki hótel né bændagistin, en tjaldsvæði er á Indriðastöðum, niðri í Selskógi. Þegar Davíð er spurður hvað ferðamaðurinn dundi sér við í sveitarfélaginu hans, segir hann:

Hér er hægt að fara í skoðanaferðir um héraðið. Það er stutt í miklar náttúruperlur. Það er hægt að fara upp að Eiríksvatni og svo er stutt hringinn hér upp í Reykholt, að Barnafossum og Húsafelli. Ef farið er línuveginn inn á Uxahryggjaleið er hægt að farra Kaldadal niður í Húsafell . en þessar leiðir eru aðeins færar jeppaum. Hvítserkur í Fitjaá er hér rétt fyrir neðan Eiríksvatn og þar er mjög fallegt.. Það er fyrst og femst náttúran sem fólk er að skoða hjá okkur og flestum finnst gaman að eyða deginum í Klausturskógum í Vatnsholtshlíð. Þar er hávaxnasti náttúrulegi birkiskógurinn á vesturlandi. Þar er gaman að vera í góðu veðri og hægt að fara í góðar lautarferðir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga