Góður kostur fyrir stórar fjölskyldur.Brenna í Ludareykjadal
Á Brennu, innarlega í Lundareykjadal við þjóðveg 52, er rekin ferðaþjónusta í húsi með þremur svefnherbergjum, rúmgóðri stofu og eldhúsi. Í húsinu eru tvö tvíbreið rúm og ein koja þannig að sex geta gist í rúmi. En það geta fleiri gist í húsinu, því nóg er þar af dýnum. Einnig er þar nóg af sængum – en gestir þurfa að hafa með sér sængurlín. 

Húsráðandi, Jón Böðvarsson, segir eldhúsið vel búið áhöldum, bæði pottum, pönnum, diskum og hnífapörum og þar séu góð tæki, eldavél, ísskápur og örbylgjuofn. 

Á baðherbergi er sturta en ennfremur fylgir heitur pottur húsinu. Þegar Jón er spurður hverjir gisti helst á Brennu, segir hann þjónustuna vera fyrir gesti og gangandi. Mest sé þó um að fjölskyldufólk gisti þar og það séu lítil takmörk fyrir því hversu stórar fjölskyldur geti gist í húsinu. Einnig sé nokkuð um að fleiri en ein fjölskylda taki sig saman um að dvelja í húsinu, jafnvel í nokkra sólarhringa í senn, enda þægilegur staður til að hafa bækistöð þegar verið er að ferðast um Borgarfjarðarhéruð. 

Frá Brennu er snertispölur inn á Langjökul, stutt að Gullfossi og Geysi, sem og á Snæfellsnesið og allt Borgarfjarðarhérað.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga