Greinasafni: Hótel og gisting
Á túninu við Tröllafossa
Í Fossatúni, einum fegursta staðnum við árnar í Borgarfirði, hafa hjónin Steinar Berg og Ingibjör komið á fót einstakri ferðaþjónustu. „Við erum að leggja út í okkar fjórða rekstrarár, að reka hér veitngahús og tjaldsvæði,“ segir Steinar. „Við settum upp tjaldsvæði með það í huga að þjóna þessum nýju hótelherbergjum sem fólk dregur á eftir sér á bílunum sínum og erum með mjög góða aðstöðu fyrir þau. Hér eru heitir, pottar, sturtuaðstaða og mikil og fín afþreyingar- og leikjaaðsta sem fólk hefur gaman af. Við erum með risa leikkastala, minigolfvöll og leiki sem fólk þekkir ekki, til dæmis „shuttle board,“ sem við köllum skriðkringlu og hefur verið mjög vinsæl hér.
Síðan rekum við veitingastaðinn Tímann og vatið sem hefur gengið mikið út á hópa sem koma hingað í óvissuferðir, vinnustaðafundi og slíkt. Við bjuggum til stuttmynd, með Friðþjófi Helgasyni, sem heitir Tónmilda Ísland og er ákveðin samsetning af íslenskri tónlist, sem við gerðum sjálf, og náttúrunni; í henni kallast náttúran og tónlistin á.“ 

Nánar um staðsetningu Fossatúns, segir Steinar: „Við erum staðsett við Grímsá, erum alveg á bakkanum, á einstökum stað sem er í andstöðu við umhverfislög í dag. Umhverfisvernd leyfir ekki lengur að byggt sé svona nálægt vatnsbakka. Hér var reist sláturhús í allt öðru lagaumvherfi árið 1956 og við byggjum á þeim grunni og rétti. Vegna þessa getur fólk setið í mikilli nálægð við náttúrna.“

Steinar segist hafa uppgötvað að Tröllafossar heiti eftir tröllkonu sem er í klettunum við Fossadal. „Það hafði enginn hafði séð hana áður en við komum hingað. Ég lenti í sambandi við þessa tröllkonu og skráði sögur sem hún sagði mér á bók sem kom út um síðustu jól og var myndskreytt af Brian Pilkington. Við erum að þróa starfsemina hér í tengslum við þær upplýsingar sem koma fram í bókinni, meðal annars að búa til gönguhring og söguvettvang hér í kring. Í þessari sögu koma fram skýringar á ýmsum örnefnum í landinu. Ein skýringin sem kemur fram í sögunni kemur æði flatt upp á alla. Það er nafngiftin á einhverjum fallegasta og fengsælasta veiðistað í ánni og heitir því sérstaka nafni Viðbjóður. 

Aðspurður um hvernig gangi í Fossatúni, segir Steinar: „Hér er mikill uppgangur og gríðarleg aukning frá ári til árs. Við finnum að við höfum unnið okkur sterkan sess meðal mjög margra – og aldrei meira en í sumar.“næfellsnesið og allt Borgarfjarðarhérað.

www.steinsnar.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga