Handverksmunir úr þorskhausabeinum
Á Hóli í Hvítársíðu vinnur Edda Magnúsdóttir að gerð handverksmuna úr þorskhausabeinum, en hún flutti að Hóli árið 1995 ásamt Páli Jónssyni eiginmanni sínum sem lést árið 2006.
Páll var húsasmíðameistari og þegar hann hætti kennslu árið 1995 hafði hann kennt í 20 ár við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, en Edda lærði tækniteiknun og síðar uppeldis- og kennslufræði í Kennaraháskóla Íslands og vann við myndmenntakennslu og leiðbeindi hún öldruðum þar til þau hjónin fluttu að Hóli. Þar hófust þau handa við 
að sinna hugðarefnum sínum og nefndu sig Handverk frá Hóli. 
Páll renndi muni úr íslenskum viði og tóku þau hjónin þátt í sýningum á Hrafnagili, í Laugardalshöll og síðar á Hóli og víðar.
Edda segir að hún hafi hætt að sinna handverki þegar bóndi hennar féll frá, en hún sé nú byrjuð aftur af fullum krafti og stefni að því að taka þátt í sýningu á Hrafnagili í ágúst næstkomandi.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga