Við förum í grjótið fyrir þig
Berglín er verktakafyrirtæki í jarðvegsframkvæmdum sem er um þessar mundir að flytja frá Stykkishólmi. Helstu verkefni fyrirtækisins hafa verið hafnarframkvæmdir í Grundarfirði, stækkun á litlu höfninni og landfylling þar. „Við reynum að sérhæfa okkur í grjótverkefnum, sjóvörnum og þess háttar,“ segir forsvarsmaður fyrirtækisins, Baldur Bergmann. Við gerum grjótgarðar og grjóthleðslur með vinnuvélum, og hreinlega allt sem viðkemur grjóti, sprengingum, grjótröðun og þess háttar – enda eru einkunnarorð okkar: Við förum í grjótið fyrir þig.

“Ég er með einn af bestu grjótröðurum á landinu. Hann hefur starfað við þetta í yfir þrjátíu ár og á grjótgarðana meira og minna í kringum Landið (ný síða). Innan hóps starfsmannanna er alveg áratuga reynsla.“ 

Hjá Berglín eru að jafnaði þrír til fimm starfsmenn. Baldur segir hægt að vinna við jarðvegsframkvæmdir og grjóthleðslu allt árið, því veðráttan hafi svo lítil áhrif á grjótið. 

Nú orðið er Berglín þó aðallega í undirverktöku fyrir stærri verktaka og vinnur í dag nær eingöngu fyrir Klæðningu, sem er með sínar aðalstöðvar í Hafnarfirði. Baldur segir næg verkefni framundan, „næg verkefni út þetta og næsta ár.“ 

Hann segir jafnframt Klæðningu sennilega vera eitt tæknivæddasta fyrirtækið í landinu í dag, með mjög góðan og nýjan vélakost. „Við erum líka með nýjustu vélar, með svokölluðum GPS staðsetningarbúnaði, þannig að men sjá alltaf í gröfunni hvar skurðurinn og rörin og allt á að vera. Við erum með nýjustu og fullkomnustu tæki sem völ er á í heiminum í dag.“ 

En þrátt fyrir fallega sjógarða, segir Baldur fyrirtækið ekki bundið við sjó. „Við höfum reynt að sérhæfa okkur í því sem snýr að grjóti og sprengingu . Við höfum verið uppi um öll fjöll og firnindi og erum til dæmis núna að vinna í grunninum í nýja Tónlistarhúsinu á Miðbakkanum í Reykjavík.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga