Greinasafni: Hótel og gisting
Ferðaþjónustan í Langaholti
Hefur alltaf verið ætluð fjölskyldufólki
Langaholt er á sunnanverðu Snæfellsnesi er gamalgróið gistihús en þar hófst ferðaþjónusta árið 1978. Eigandinn, Þorkell Símonarson – kallaður Keli – segir foreldra sína hafa rekið þar ferðaþjónustu til ársins 2006, en þá keypti hann fyrirtækið af þeim

Fram að þeim tíma hafði verið blönduð gisting í Langaholti en Keli réðist strax í breytingar. „Ég setti baðherbergi inn á öll herbergi og lagði niður eldunaraðstöðu sem hér hafði verið fyrir gesti. Nú erum við með veitingastað sem sérhæfir sig algerlega í sjávarfangi frá svæðinu og þeir eru að elda hér til skiptis, Rúnar Marvinsson og Haffi sem kenndur er við Súkkat. Það komu engir aðrir til greina þar sem áherslan er á sjávarréttum.“ 

Ferðþjónustan í Langaholti hefur frá upphafi verið ætluð fjölskyldum og segir Keli enn svo vera. Fyrir utan gistihúsið, er þar tjaldstæði sem Keli segir vera gamaldags tjaldstæði með náttúru. Það eru salerni og vaskur á tjaldstæðinu og inni í gistihúsinu er sturta sem selt er í. En hvað gera fjölskyldur sér til dundurs í Langaholti?
 
„Hér er níu holu golfvöllur og hestagirðing. Svo er bara kría og fjara og sandur og krakkarnir verða óhreinir – og njóta sín til hins ýtrasta,“ segir Keli og bætir við: „Við erum núna með þriðju kynslóð af gestum. Við erum að fá fólk sem kom hingað sem börn og unglingar, kom síðar meir með börnin sín og eru enn að koma með þeim – og að sjálfsögðu með barnabörnunum.“ 

Í Langaholti er fullt að gera og segir Keli allmikið bókað fyrir sumarið. Og hvað sundlaug varðar, segir hann: „Það er sundlaug á Lýsuhóli, í sex kílómetra fjarlægð, annáluð fyrir undarlegt útlit og afburða gott vatn. Í henni er heitt ölkelduvatn og mjög lifandi, svo ekki sé meira sagt – en ákaflega heilnæmt fyrir húð og hár og heilsu.“

Sjá video um langholt here

Langaholt
Ytri-Garðar • 356 Snæfellsbær
+354 435 6789
Langaholt@langaholt.is
www.langaholt.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga