Fótaaðgerðir fyrir konur og karla

Unnur Davíðsdóttir, löggildur fótaaðgerðafræðingur, er með fótaaðgerðastofu á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi, og auk venjubundinna fótaaðgerða býður hún á stofunni sinni meðal annars upp á að þynna þykkar neglur, fjarlægja harða og sprungna húð og líkþorn, sérsmíða spangir á niðurgrónar neglur, ráðleggingar við sveppasýkingu í húð og nöglum, auk persónulegrar ráðgjafar um fóthirðu, skófatnað og fleira. 

“Fótaaðgerðir eru jafn fyrir konur sem karla,” segir Unnur, sem hóf nám í fótaaðgerðum í Danmörku í Randers tekniske skole í maí 1998. 

“Bærinn Randers var í um 1,5 klst fjarlægð frá bænum Horsens þar sem ég bjó og því voru oft langir dagarnir þegar búið var að keyra í og úr skóla og stunda heimanámið dag hvern. Úr Randers tekniske skole útskrifaðist ég síðan í desember 1999. Eftir nám vann ég svo í eitt ár á fótaaðgerðastofu í Horsens, bænum þar sem ég bjó. Loks flutti ég svo heim til Íslands árið 2000 og vann þar hjá Fótaaðgerðastofu Óskar og Helgu á Háaleitisbraut í Reykjavík, sem nú heitir Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur,” segir Unnur. 

Eftir um eins árs viðdvöl í Reykjavík lá svo leið Unnar til Grundarfjarðar þar sem hún opnaði eigin stofu og hefur hún starfað sjálfstætt upp frá því. Nú er hún hins vegar flutt í Borgarnes, sem er hennar heimabær.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga