Tjaldvagnaleiga og skeifuframleiðsla
Hjónin Svala Jónsdóttir og Agnar Jónasson hafa rekið tjaldvagnaleiguna í Stykkishólmi frá árinu 2000 og að sögn Agnars hefur rekstur hennar gengið mjög vel.
“Við erum með fjórtán Combi Camp vagna til leigu og svo bættum við einu hjólhýsi við í fyrra sem leigist mjög vel,” segir Agnar.
Leiguverð á tjaldvögnum er 26.000 krónur á viku en helgarleiga er 13.000 krónur. Hjólhýsið er af gerðinni Eldorado Luxe 546 af árgerð 2007. Það er sex manna með rúmfatnaði og borðbúnaði. Hægt er að skoða myndir af tjaldvögnunum og hjólhýsinu á www.tjaldvagn.is
Síðastliðinn vetur keyptu þau hjónin fyrirtækið Helluskeifur frá Hellu sem er nú eina skeifuframleiðslan hér á landi. 

“Við byrjuðum að framleiða og selja í mars og það seldist ágætlega í apríl og enn betur í maí. Síðan varð alger sprenging í júní og við höfum varla haft undan að framleiða. Við erum mjög ánægð með viðtökur hjá hestamönnum sem vilja standa vörð um íslenska framleiðslu. Við erum tvö við vinnsluna enn sem komið er og vonumst til að fá vél til að gera uppslátt fyrir veturinn. Allir geta pantað skeifur beint frá okkur við sendum um allt land,” segir Agnar. Heimasíðan fyrir skeifuframleiðsluna er www. helluskeifur.is 

Einnig framleiða þau hjónin og selja rúlluskera sem er þeirra uppfinning, en rúlluskerarnir eru notaðir til að skera í sundur heyrúllur.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga