Greinasafni: Veitingar
Ástarpungar í Hólminum
Við Nesveg 1 í Stykkishólmi er Nesbrauð, bakarí og konditorí sem Hrefna Gissurardóttir hefur rekið frá því 2004. Reyndar hefur alltaf verið bakarí í Stykkishólmi frá því 1904 – en ekki í húsinu við Nesveginn.
Þetta er bakarí með konditori,“ segir Hrefna. „Við erum með léttar veitingar; súpur, pastarétti og smurt brauð og fólk getur hvort heldur borðað á staðnum eða tekið með sér – en hér inni í konkditoríinu erum við með pláss fyrir tuttugu gesti.

Síðan erum við með stóran pall fyrir utan húsið. Á góðum dögum er oft margt um manninn hjá okkur og þá er stuð á pallinum. Á Dönskum dögum hér í Stykkishólmi höfum við haft opið allan sólarhringinn – og það vekur mikla lukku. Við erum rétt við tjaldstæðið og fólk kemur þá gjarnan við hjá okkur á leið í tjöldin, um miðja nótt eða undir morgunn, til að fá sér súpu. Ef við höfum ekki tilbúna súpu, spyrjum við bara hvaða súpu fólk vill – og eldum hana.“ 

Og brauðúrvalið er gott í Nesbrauðum. Hrönn segist vera með frábæran bakara. „Við erum með allar tegundir af brauði og það er allt bakað hér á staðnum. Vinsælustu brauðin hafa verið Nesbrauð, sem er súrdeigsbrauð með spelti og síðan er Miðjarðarhafsbrauðið okkar ákaflega vinsælt. Um helgar aukum við fjölbreytnin og erum þá með meira af suðrænu brauði, eins og hvítlauksbrauð, tómatbrauð og slíkt. 

En það sem er alvinsælast eru ástarpungarnir. Ég held að við séum eina bakaríið á landinu sem selur nýsteikta ástarpunga og kleinur alla daga. Af einhverjum ástæðum hafa ástarpungarnir okkar lent inn í ferðamannabæklingum og það er algengt hingað komi útlendingar, með bækling í höndum, og biðji um „asatarapunga,“ 

Í Nesbrauðum er opið alla dag, frá klukkan 08-18 frá mánudögum til föstudaga og frá 08-17 á laugardögum og sunnudögum.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga