Greinasafni: Söfn
Hjá hákörlunum í Bjarnarhöfn
Það safn sem er hvað skemmtilegast að heimsækja á Íslandi er tvímælalaust Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á norðanverðu Snæfellsnesi.
Á safninu eru bátar og verkfæri sem notuð voru til hákarlaveiða- og verkunar hér fyrr á tímum, auk þess sem að í Bjarnarhöfn er hákarlaverkun. Punkturinn yfir i-ið í heimsókn á safnið eru þó feðgarnir, Hildibrandur Bjarnason og Guðjón Hildibrandsson, sem kunna sögu hákarlaveiða fram og aftur – eru óþreytandi við að spjalla við gestina og gefa þeim að smakka hákarl og harðfisk á meðan þeir segja sögu þeirra ótal hluta og muna sem í safninu eru. Stundum segja þeir líka sögur úr Eyrbyggju. En hvaða sögur sem þeir segja, þá eru þeir bráðskemmtilegir „originalar.“ Þ egar Guðjón er spurður hvaðan munirnir á safninu koma, segir hann:
 
„Safnið er nánast allt tengt minni fjölskyldu, þótt eitthvað sé hér af öðrum gripum. Hérna tökum við á móti einstaklingum og hópum, sem við bjóðum upp á hákarl og harðfisk í smakk, auk þess sem við erum með úrvals hákarl og harðfisk til sölu allan ársins hring.

Feðgarnir í Bjarnarhöfn hafa nýlokið við að stækka safnið, úr 35 fermetrum í 250 fermetra. „Aðsóknin hefur verið að aukast svo mikið á seinustu árum,“ segir Guðjón, „að það var bara um tvennt að ræða: Annað hvort að setja stoppskilti við veginn, eða stækka safnið. 

Við stækkunina náðum við að bæta hlutum inn á safnið sem við gátum ekki haft til sýnis áður. Þar á meðal eru ýmis veiðarfæri og og eldgömul verkfæri og Síldin, gamalt hákarlaskip sem afi minn átti – og við erum ákaflega stoltir af. Við getum sinnt gestum safnsins mun betur en áður eftir stækkunina, bæði hópum og einstaklingum. 

Við viljum helst ná að tala við alla sem hingað kom og benda fólki á möguleika þess að njóta heimsóknarinnar enn betur. Hákarlinn hefur auðvitað mikið aðdráttarafl fyrir fólk og flestum finnst óskaplega gaman að fá að ganga hér upp að hákarlahjallinum. En hér í Bjarnarhöfn er óskaplega fallegt og vel þess virði að ganga hér um, niður að sjónum og meðfram fjallinu.

Bjarnarhöfn -
Iceland phone 438 1581 - 864 1581 phone

bjarnarhofn@simnet.is
www.bjarnarhofn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga