Greinasafni: Hótel og gisting
Hótel Hellissandur - þægilegt þriggja stjörnu hótel
Vel hugsað um gestina

Hótel Hellissandur er þægilegt þriggja stjörnu hótel með tuttugu tveggja manna herbergjum. Hótelið var byggt árið 2001 og hefur herbergi sem sinnir þörfum fatlaðra eins og best verður á kosið. Það þarf vart að taka fram að útsýnið er einstakt enda hótelið staðsett í þjóðgarðinum Snæfellsjökull, við litla á, Höskuldsá, sem rennur í gegnum Hellissand.
Hótelstjóri er Jón Arnar og segir hann öll herbergin með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma, útvarpi og þráðlausu netsambandi. „Við hugsum vel um okkar gesti, ekki síst þá yngstu, því við erum með úrval af bókum og leikföngum inni og úti fyrir börnin. Ennfremur fá gestir okkar frítt í sundlaug Snæfellsbæjar í Ólafsvík,“ segir hann. 

Veitingastaðurinn á hótelinu býður upp á rétti dagsins alla daga. „Við sérhæfum okkur í sjávarfangi en auðvitað er einnig hægt að fá lambakjöt og grænmetisrétti – og ef þú þarft sérfæði, til dæmis vegna mjólkuóþols, þá læturðu okkur bara vita,“ segir Jón Arnar. Auk þess býður hótelið upp á morgunverð fyrir þá sem þess óska og þar er einnig hægt að fá kaffi og með því allan daginn. Kvöldverður er borinn fram frá 18.30 til 22.00 og barinn er opinn til miðnættis. 

Hótel Hellissandur rekur einnig tjaldstæðið á Hellissandi, en það er staðsett „hinum megin við götuna, eins og Jón Arnar segir. „Þar er salernisaðstaða og kalt vatn. Í nágrenninu er bensínstöð og stutt í almenningssamgöngur, til Ólafsvíkur, Stykkishólms og Reykjavíkur.“ Hvað aðra þjónustu varðar segir Jón Arnar að þvottur og þurrkun séu á hótelinu. Þar sé einnig hægt að fá morgunverðarhlaðborð, sem og allar aðrar máltíðir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga