Greinasafni: Hótel og gisting einnig undir: Veitingar
Sælustundir á söguslóðum
EagleFjord er ný alhliða ferðaþjónusta með aðsetur á Bíldudal. Starfsemin hófst á vormánuðum en æðstráðandi er Jón Þórðarson. Hann segir markmiðið einfalt. „Við tökum ferðamönnum opnum örmum og leggjum metnað okkar í að fræða þá og skemmta þannig að eftir standi ógleymanlegar minningar og gleðistundir um fólk og fjölbreytta náttúrufegurð.“

Að Brautarholti í Selárdal, kirkjan og listigarðurinn hans Samúels Jónssonar

 
Bídudalur er fallegt 200 manna þorp sem stendur við miðjan Arnarfjörð. Byggðin er gróðursæl og íbúarnir hafa verið ötulir við skógrækt á undanförnum áratugum. „Í byrjun júní voru hjá mér háskólanemar sem gerðu úttekt á trjágróðri og trjám í þorpinu og reyndust tréin um 2.040 talsins að ótöldum græðlingum og smærri gróðri,“ segir Jón. 

Séð niður Tunguna, fjallið Bylta í baksýn.Gisting

   EagleFjord býður upp á gistingu í orlofsíbúðum og orlofshúsum; tveggja, þriggja, fjögurra eða átta herbergja. Allar orlofsíbúðir og hús eru búin öllum helsta búnaði með aðgangi að þvottavél og þurrkara. „Við mætum þörfum hvers og eins og gestir geta valið á milli þess að fá uppábúið rúm, með morgunverði í kæliskápnum, sængur án rúmfata eða svefnpoka,“ segir Jón. 

Bátaleiga og ferjusiglingar

   Suðurfirðir Arnarfjarðar eru skjólgóðir og ósjaldan sem ægifögur fjöllin speglast í himinnbláum og friðsælum sjávarfletinum. Kjósi gestir svo býður EagleFjord upp á ferjusiglingar til afvikinna staða og í slíkum ferðum er gjarnan slegið upp grillveislu að hætti heimamanna. „Í Arnarfirði eru margir staðir þar sem ekki er bílfært til, staðir sem gaman er að koma á og njóta náttúrunnar og umhverfisins. Ferð inn í Langabotn, á söguslóðir Gísla Súrssonar, er til dæmis óviðjafnanleg. Ef farið er inn í Langabotn veitir ekki af nærri heilum degi því þar er margt að sjá og njóta,“ segir Jón. 

   EagleFjord býður einnig upp á bátaleigu og sjóstöng og veiðimenn geta valið á milli þess að renna fyrir fisk eða veiða fugl á þeim árstíma sem það er leyfilegt. Öðrum nægir að skoða náttúruna frá sjó og njóta siglingarinnar. Bátarnir eru sjö metra langir, ganga um 15 sjómílur og taka allt að fimm í áhöfn. „Ekki er krafist sérstakra skipsstjórnarréttinda heldur kennum við gestum okkar á bátana og metum í sameiningu hvort viðkomandi treysta sér til að sigla sjálfir. Stutt er á gjöful mið í fallegum fjörðum og ef þörf er á er aldrei að vita nema við getum útvegað góðan skipstjóra,“ segir Jón. 

Í ferjusiglingum EagleFjord eru oft haldnar grillveislur þar sem boðið er upp á ljúffengt sjávarfang í bland við hefðbundna grillrétti.

Náttúruskoðun

   Arnarfjörður og næsta nágrenni er sannkölluð paradís náttúrunnenda og útivistarfólks og þar er margs að njóta. Listasafn Samúels Jónssonar er í Selárdal og Uppsalir, þar sem þjóðsagnapersónan Gísli á Uppsölum bjó, eru ekki langt undan. Fossinn Dynjandi syngur sumarlangt og rómantísk kvöldganga um Rauða sand hefur lagt grunninn að mörgu góðu hjónabandinu. Vestasti oddi Evrópu, Látrabjörg, heilla alla unnendur fuglalífs og þaðan er útsýni sem ekki á sér hliðstæðu. 
Göngutúr í Selárdalsfjöru.


Bíldudals grænar

   Á Bíldudal geta allir fundið afþreyingu við hæfi og Bíldudals grænar er bæjarhátíð sem fest hefur sig í sessi sem fjölskylduhátíð en hún er haldin á tveggja ára fresti. „Það ár sem Bíldudals grænar er ekki haldin þá höldum við aðra hátíð sem við köllum Hálfbaunina. Hún er í sama anda, bara aðeins minni í sniðum,“ segir Jón.
Ferjað til lands, séð inn Geirþjófsfjörð.
 Unga fólkið hefur gaman af bálinu.

 
Í ár verður boðið upp á heilbaun og fjölskylduhátíðin Bíldudals grænar verður haldin helgina 29. júní til 1. júlí í sumar. Notalegheit í óbyggðum.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga