Hótelið við ystu höf. Hótel Látrabjarg

Í Örlygshöfn er Hótel Látrabjarg með uppbúin rúm, tjaldstæði og veitingasölu þar sem er borinn fram hollur og góður matur

Mynd: Marinó Thorlacius


Látrabjarg er vestasti hluti Evrópu og því engar ýkjur að halda því fram að Hótel Látrabjarg sé úti við ystu höf og þar er auðvitað ólýsanlega fallegt. Hótelið keyptu hjónin Karl Eggertsson og Sigríður Huld Garðarsdóttir árið 2004 en byggingin hafði áður hýst fyrrum Örlygshafnarskóla. Karl og Sigríður réðust í að gera húsið upp og innrétta það sem hótel og vorið 2005 var opnuð gisting í sex herbergju. Árið eftir var þremur herbergjum bætt við og í vor festi Karl kaup á Félagsheimilinu Fagrahvammi, sem stendur utar í lóðinni hjá hótelinu. Jafnframt var herbergjum fjölgað í fimmtán. Nú eru á Hótel Látrabjargi, átta herberi með sér baðherbergi og sjö með sameiginlegri snyrtingu og sturtum og að sjálfsögðu er netsamband á staðnum.
   „Við erum búin að leggja grunn að því að bæta við fjórum herbergjum á neðri hæð til viðbótar, þannig að þau verði nítján næsta sumar,“ segir Karl. Búið er að lækka jarðveg við húsið og smíða stærri glugga en ekki vannst tími til klára þessar breytingar fyrir þetta sumar. Og líklega veitir ekki af stækkun þar sem ferðmönnum fjölgar hratt. Hótel Látrabjarg er staðsett við ægifagra vík, með endalausum gulum sandi. Þaðan er stutt í einhverja stórbrotnustu náttúruperlu vestfjarða, Látrabjargið sem er fjölmennasta fuglabjarg í Evrópu, fjórtán kílómetra langt og 440 metrar á hæð. Einnig er stutt yfir á Rauðasand, í sund á Patreksfirði, Byggðasafnið á Hnjóti, golf, sjóstangveiði og spennandi gönguleiðir. 

Bar úr gamla Naustinu

   Veitingaaðstaða hótelsins hefur verið flutt yfir í félagsheimilið. „Þar erum við með eldhúsið og móttökuna,“ segir Karl. „Við erum að koma gömlum bar úr Naustinu fyrir í salnum en gerum annars ekki miklar breytingar á húsinu. Við vildum halda félagsheimilinu eins og það hefur litið út því okkur finnst mikilvægt að reyna að halda í söguna.“
   Það eru aðeins tuttugu metrar á milli húsanna, það er að segja gistiog veitingahússinns og segir Karl það koma mjög vel út. „Það er alveg sama hvað er að gerast í félagsheimilinu, þeir sem vilja sofa hafa algert næði. Hingað kom, til dæmis, á dögunum hópur sem ákvað að slá upp balli og það var mikið líf og fjör í mannskapnum. Útlendingarnir sem gistu á hótelinu urðu ekkert varir við fjörið sem betur fer, því þeir fara gjarnan mjög snemma í háttinn og drífa sig upp fyrir allar aldir til að ná að skoða sem mest á meðan þeir dvelja á landinu. En þetta var góður prófsteinn á það hvernig húsin fúnkera saman.“ 

Góð aðstaða fyrir ættarmót og stórafmæli

   Veitingasalan á Hótel Látrabjargi er ekki aðeins fyrir gesti hótelsins, heldur er hún ölllum opin. „Nánast allir okkar gestir borða hjá okkur morgunverð og kvöldverð,“ segir Karl. „Auk þess er alltaf nokkur reitingur af þeim sem eru á ferð um svæðið. Við höfum hingað til ekki verið með hádegisverð, vegna þess að það hefur ekki verið þörf fyrir það. Okkar gestir eru yfirleitt í skoðunarferðum allan daginn.“
   Á kvöldin er boðið upp á einn aðalrétt á Hótel Látrabjargi, oft fiskrétt. „Við höfum líka verið með forrétti og eftirrétti og yfirleitt er hægt að fá þá, sérstaklega ef það eru hópar hjá okkur. Þá er einnig hægt að panta hjá okkur matseðil. Við erum ekki að selja hamborgara og slíkt, heldur einbeitum okkur að hollum og góðum mat. Hann hefur fallið vel í kramið.“ 

   Hótel Látrabjarg býður upp á ýmsa möguleika fyrir stærri og minni hópa. „Hér hafa verið haldin ættarmót og stórafmæli og fyrirtæki hafa komið í óvissuferðir,“ segir Karl. „Fólk hefur leigt salinn, gist á hótelinu og í tjöldum og hér hafa verið allt að tvö hundruð manns. Hóparnir hafa þá notað veitingasalinn með sviði og öllu vegna þess að þar er hægt að troða uppi og hafa hljómsveit. Þetta er fyrirtaks aðstaða til að skella upp góðu balli. Veitingasalurinn getur tekið hundrað og þrjátíu manns að hámarki en hentar einnig mjög vel fyrir smærri hópa hvort heldur það eru 10, 30 eða 80 manns. 

Sjósund og veiðileyfi

   Flestir þeir gestir sem gista Hótel Látrabjarg koma erlendis frá, alls staðar frá, eins og Karl segir. „Þeir koma frá Ástralíu og Bandaríkjunum, mikið frá Sviss og mið-Evrópu löndunum. Oft er þetta fólk í efnaðri kantinum og kemur hingað til að njóta náttúrunnar. Hér er ekkert sjónvarp og það hefur lítið verið kvartað yfir því. Náttúran hér sér fólki alveg fyrir því. 

   Við eigum jörð hér þar sem er bæði vatn og strönd, þar sem hægt er að veiða bleikju og sjóbirting. Við seljum veiðileyfi og hér er gullfalleg baðströnd við hótelið með gulum sandi, mjög tær og þar er mjög gott að stunda sjósund vegna þess að hér er aðgrunnt. Við erum líka með heitan pott og sólpall og á næsta bæ er hestaleigan Vesturfari í göngufæri við hótelið.“

Hótel Látrabjarg
www.latrabjarg.com
info@latrabjarg.com 
Símar 456 1500 825 0025

Hvað dregur mann til Látrabjarg... Sjá hér

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga