Vestfirðirnir eru ein náttúruperla
Sumarbyggð á Súðavík rekur gistiheimili, tjaldstæði, sjóstangaúrgerð og hinn einstaka Raggagarð
„Hingað getur fólk komið í algera náttúruperlu, segir Vilborg Arnardóttir sem rekiur hið öfluga félag, Sumarbyggð á Súðavík. Félagið teygir anga sína víða um vestfirði, því í Súðavík er það með fjórtán sumarhús til úteigu og fimm á Tálknafirði. „Við rekum einnig tuttugu og einn frístundaveiðibát og erum í samstarfi við erlenda ferðaskrifstofu um sjóstangaveiðiferðir til Vestfjarða, auk þess að vera í samstarfi við Eeaglfjord á Bíldudal. Við erum með alls þrjár starfsstövar,“ segir Vilborg.
„Í Súðavík erum við með blandaða ferðaþjónustu. Við erum með hús fyrir starfsmanna- og stéttarfélög, sem og almenna sumarhúsaleigu fyrir bæði íslenska og erlenda ferðamann. “

84 kílóa lúða
Hvað sjóstöngina varðar, segir Vilborg hana hafa gegnið mjög vel. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegt, hér eru að veiðast risastórir fiskar, 84 kílóa lúða og þorskur sem var 1.40 á lengd, 25.5. kíló. Einnig hafa menn veitt skötusel og alls konar furðufiska.“ 

Vilborg segir marga Íslendinga hafa prófað að fara á sjóstöng hjá Sumarbyggð í fyrra en það sem af er þessu sumri hafi ekki verið pláss fyrir þá. Það er allt fullbókað af erlendu ferðaskrifstofunni. Upp úr miðjum júlí verður eitthvað laust í sumarhúsunum á Súðavík en allt er fullbókað í húsunum á Tálknafirði. Enda segir Vilborg stefna í að Sumarbyggð þurfi að bæta við bæði húsum og bátum, fjölga starfsstöðum og í kjölfarið, starfsfólki en núna vinna um tuttugu manns hjá fyrirtækinu, að lausráðnu fólki meðtöldu.
   
Þótt ekki sé pláss fyrir Íslendingum í sjóstöng á Súðavík, hafa þeir gert mikið af því að nýta húsin þar. Vilborg segir landann duglegan við að ferðast um Vestfirði og ástæðan sé sú feykilega fallega náttúra sem þar hér. „Vestfirðirnir eru ein náttúruperla. Hér yfir Súðavík gnæfir til dæmis Kofra, Það segja það gamlar munnmælasögur að í fjallinu búi ekki minni orka en í Snæfellsjökli. Á Jónsmessu sé hægt að fara upp að vatni sem er í fjallinu, þar séu óskasteinar og sá sem beri fram óskir þessa nótt geti verið viss um að hún rætist. Hvað sem til er í þessu þá er algengt að fólk dvelji hér við rætur Kofra til að fylla rafhlöðurnar.“ 

Aukin þjónusta

Sumarbyggð rekur fleira en gistihús og báta, því félagið hefur umsjón með glæsilegu tjaldstæði sem sveitarfélagið á. Vilborg segir aðstöðuna sem Sumrbyggð hefur ekki bundna við sumrin. „Á haustin erum við með frábæra aðstöðu þar sem starfsmannafélög, fyritæki og hvers kyns hópar geta haldið fundi, árshátíðir, stórafmæli og hvað sem er. 

Hér er kominn nýr veitingastaður sem heitir Amma Habbý. Sumarbyggð hefur opnað þjónustu í gamla pósthúsinu í Súðavík, beint á móti veitingastaðnum. Við erum komin með verslun með veiðivörur fyrir sjóstöngina og við leigjum út flotgalla og veiðistangir. Við erum einnig með minjagripaverslun og sögusýningu í húsinu, sem og nettengingu þar sem fólk getur fengið að fara frítt á netið.

Síðast en ekki síst er það fjölskyldugarðurinn Raggagarður sem er rosalega vinsæll og allir geta fylgst með því hvað þar er að gerast hverju sinni á www.raggagardur.is. Þetta er annars vegar leiksvæði fyrir börn frá tveggja til níu ára, hins vegar frá níu til níutíu og níu ára. Þar er hægt að dvelja yfir daginn og hafa gaman af. Það kostar að sjálfsögðu ekkert í garðinn og hann er opinn öllum. 

Hér er fullt af merktum gönguleiðum og ferðir út í eyjuna okkar, Vigur, frá Ísafirði. Hér er hægt að panta gönguferðir með leiðsögumanni fyrir hópa.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga