Greinasafni: Hótel og gisting
Grand hús með miklum trjágarði - Gistihúsið „Við fjörðinn“

Gistihúsið „Við fjörðinn“ er staðsett í hallargarði og er annálað fyrir stórkostlegar grillveislur

Á Þingeyri reka hjónin Sigríður Helgadóttir og Friðfinnur Sigurðsson F og S hópferðabíla, sem sjá meðal annars um almenningssamgöngur við Ísafjarðarbæ, erum með áætlanir um Þingeyri-Flateyri-Suðureyri- Ísafjörð – auk þess að vera með bíla í alls konar aukaferðum um Landið (ný síða). En þau láta ekki þar við sitja, heldur reka þau gistihúsið „Við fjörðinn“ á Þingeyri, í miðju þorpinu, nánar tiltekið í Hallargarðinum á Þingeyri, eins og Sigríður, eða Sirrý, segir og bætir við: Þetta er grand steinhús með miklum trjágarði. 

   “Ég er með átta herbergi og tvær íbúðir og hinum meginn við götuna erum við að gera upp rúmlega hundrað ára hús sem við höfum hugsað okkur að setja líka í gistinguna. Íbúðirnar eru með sérinngangi og önnur er alveg sérútbúin fyrir fólk í hjólastólum. Þær eru ríflega sextíu fermetrar og í annarri eru tvö rúm, hinni fjögur rúm. Einnig er hægt að bæta inn ferðarúmum, dýnum, auk þess sem í þeim er sófi sem hægt er að sofa í. Það er góð aðstaða í garðinum sem er hellulagður. Þar eru grill og borð og stólar og mjög skjólgott við húsið. Sjónvarp er í íbúðunum og hægt að komast í nettengingu í garðskálanum hjá okkur.” 

Morgunverður í garðskála
 
   “Herbergin eru eins til fjögurra manna. Þau eru með aðgang að sameiginlegum baðherbergjum. Það er hægt að fá hvort sem er svefnpokagistingu eða uppbúin rúm. Í húsinu er eldunaraðstaða . en líka möguleiki á að kaupa sér morgunmat sem er framreiddur í garðskála á húsinu sem við búum í og er hluti af Hallargarðinum. 

   Þegar Sirrý er spurð um sínar annáluðu grillveislur, segir hún: „Jú, mikil ósköp. Við tökum líka að okkur grillveislur sem eru alveg stórgóðar og njóta mikilla vinsælda, bæði meðal gönguhópa sem gista gjarnan hjá okkur og ljúka göngunni á grillveislu, auk þess sem til okkar hafa komið alls konar hópar, vinnustaðir, saumaklúbbar og slíkt, til að halda veislur af ýmsum tilefnum.“ 

   Þegar Sirrý er spurð hvað sé hægt að gera á Þingeyri, segir hún: „Það er svo margt. Fólk getur farið í gönguferðir um þorpið. Hér eru gömul hús sem hefur verið vel við haldið, falleg kirkja sem var byggð 1911, örstutt í sund og íþróttahús. Hér er strandblakvöllur og síðan er víkingasvæði hér í uppsiglingu. Víkingaskipið var sjósett síðastliðinn laugardag og gekk mjög vel.“ 

Vélsmiðja og torfærur
 
   „Einnig er hér Vélsmiðja Guðmundar J. Sigurðssonar. Þar var kennd vélsmíði og hún þjónaði breskum togurum hér á árum áður. Það sem er sérstakt við hana er að það er ennþá unnið í smiðjunni, þar sem er eldsmiðja og verið að steypa og smíða úr járni. 

   Rétt utan við bæinn er hestaleiga þar sem er nýbúið að reisa reiðhöll og þar starfar Hestamannafélagið Stormur. Einnig er hægt að fara hér fyrir Nes, sem er afskaplega falleg leið milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Vegurinn getur verið nokkuð óáreiðanlegur og ekki fær allra minnstu bílum. Það er nauðsynlegt að hafa samband við Upplýsingamiðstöðina hér um færð áður en lagt er á veginn. Stórir, háir húsbílar eiga ekkert erindi á þessa leið, því þeir myndu bara festast í klettunum sem slúta yfir veginn.” 

Sögustund í sundlauginni
 
   „Hér er geysifínn níu holu golfvöllur í Meðaldal. Fyrir þá sem vilja fara í fjallgöngu er þetta alveg kjörið svæði. Hægt að ganga á Kaldbak sem er hæsta fjall á vestfjörðum og það eru víða gönguleiðir í kringum okkur. Víða fallegar fjörur sem gaman er að ganga í. Og það er afskaplega gestrisið fólk hér. 

   Í sundlaugina á morgnana mætir alltaf hópur af fólki og þar eru vísur og gátur og sagðar sögur. Þar er kaffiborð og alltaf geysilega skemmtilegt. Auðvitað syndum við smá en þeir sem koma á Þingeyri ættu endilaga að mæta í sögustund í sundlauginni.“ Fyrir þá sem vilja kynna sér þjónustuna hjá Sirrý nánar, skal bent á www.vidfjordinn.is

Gistihúsið Við Fjörðinn Aðalstræti 26 
470 Þingeyri | GSM: 847-0285 
vidfjordinn@vidfjordinn.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga