Greinasafni: Sveitarfélög
Fjöldi þekktra sögustaða
Í Húnaþingi vestra er fjöldi sögustaða, bæði að fornu og nýju. Má þar nefna Bjarg í Miðfirði þar sem Grettir sterki Ásmundarson fæddist og átti þar alla tíð athvarf sitt. Á Bjargi er veglegt minnismerki um Ásdísi Bárðardóttur, móður Grettis með lágmyndum sem sýna atburði úr Grettissögu. Margir þekkja söguna um Illugastaðamorðin sem framin voru á Illugastöðum á Vatnsnesi og leiddu til síðustu aftöku á Íslandi árið 1830, er Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson voru tekin af lífi fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni. Á Illugastöðum er m.a. að finna rústir af smiðju Natans. Í Víðidalstungu var Flateyjarbók rituð.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga