Veiðileyfi í Arnarvatn stóra seld á Staðarbakka
Veiðileyfi í Arnarvatn stóra sem innifelur aðgang að fleiri veiðisvæðum í nágreninu eru seld hjá formanni Veiðifélags Arnarvatns og Tvídægru, Rafni Benediktssyni á Staðarbakka, en símanúmer hjá honum eru 8927575 og 4512974. Hjá honum er einnig hægt að fá gistingu með eldunaraðstöðu og aðgangi að sturtu og salerni. Staðarbakki er í 55 kílómetra vegalengd frá Laugarbakka
   Veiðifélag Arnarvats og Tvídægru tekur yfir eftirtalin vötn á Arnarvatnsheiði: Arnarvatn stóra, Arnarvatn litla, Hávelluvatn, Arfavatn, Þorvaldsvatn, Ketilvatn, Hólmavatn syðra á Tungunni, Hólmavatn á Núpsheiði, Skálatjörn, Austur Grandalón, Vestur Grandalón, Tangalón og Þórhallarlón. Einnig tekur félagið yfir öll önnur vötn, ár og læki ásamt öllu vatnakerfi innan landamerkja Aðalbólsheiðar, Núpsheiðar og Húksheiðar að undanskildum Kvíslarvötnum.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga