Greinasafni: Hestar einnig undir: Hótel og gisting
Náttúran og sveitalífið kynnt gestum á Brekkulæk
Á Brekkulæk í Miðfirði rekur Arinbjörn Jóhannsson bóndi ferðaþjónustu og býður hann bæði upp á skipulagðar gönguferðir og hestaferðir. Á Brekkulæk er gistihús með eins til þriggja manna herbergjum með og án baðs.
   Ferðaþjónusta hefur verið stunduð á Brekkulæk í 30 ár, en sama fjölskyldan hefur búið á bænum í rúmlega 100 ár. Í ferðaþjónustunni var áherslan í fyrstu meðal annars lögð á lengri hestaferðir en smám saman bættust við skipulagðar gönguferðir af ýmsu tagi og sérferðir þar sem íslensk náttúra og sveitalíf er kynnt.
Erlendir ferðamenn eru stór hluti af gestum Arinbjarnar í lengri gönguferðirnar koma þátttakendur einkum frá Þýskalandi, Hollandi, Frakklandi, Sviss og Austurríki, en að sjálfsögðu standa ferðirnar öllum þeim til boða sem áhuga hafa á að kynnast landinu fótgangandi eða ríðandi með leiðsögumanni sem gjörþekkir allar aðstæður.

   
   

Brekkulækur
Heimilisfang:
531 Hvammstangi
Sími: 451 2938 | Fax: 451 2998
Netfang: brekka@nett.is
Heimasíða: www.abbi-island.is

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga