Byggt af frjálsum höndum
Einingahús hafa verið vinsæll byggingarstíll hér á landi um árabil og eru söluaðilar innfluttra einingahúsa orðnir nokkrir. Og enn bætist við. Modulhús ehf. á Hvammstanga er tiltölulega nýtt fyrirtæki á þessum markaði og flytjur inn vandaðar húseiningar frá Svíþjóð. Þar er verksmiðja sem framleiðir einingarnar í stórum stíl og hafa þær mestmegnis verið fluttar til Japan, en nú eru Tomoku verksmiðjurnar einnig að hasla sér völl í Evrópu. 

Það sem gerir Modulhús ehf. frábrugðin öðrum er það að þar er ekki verið að bjóða fullbúin hús til sölu, heldur „strigann“ til þess að mála listaverkið á, það er að segja, útveggjaeiningar og burðarvirki í þak, ásamt súð. Síðan hefur viðskiptavinurinn frjálsar hendur með það að raða saman draumahúsinu og velja svo í rólegheitum klæðningu á þak og veggi, gólfefni, innréttingar og svo framvegis. Þetta fyrirkomulag gerir viðskiptavininum kleift að velja ódýrustu leiðirnar í hverjum og einum lið byggingarinnar og lækka þar með heildar byggingarkostnaðinn enn frekar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga