Miðsvæðis með mikið vöruúrval

Kaufélag Vestur Húnvetninga á Hvammstanga er verslun með mikið og fjölbreytt vöruúrval á hagstæðu verð og er matvöruverslun kaupfélagsins opin alla daga í sumar. Mánudaga til föstudaga er opið frá klukkan 9-18, á laugardögum er opið frá klukkan 11-18.30 og sunnudaga er opið frá 11.30-16.
   Að sögn Reimars Marteinssonar kaupfélagsstjóra er Kaupfélag Vestur Húnvetninga auk matvöruverslunarinnar með öfluga byggingarvörudeild þar sem hægt er að fá nánast hvað sem er. “Síðan rekum við Pakkhús þar sem við seljum allskyns búvörur, timbur, járn og fleira, ásamt því að vera með vörumóttöku fyrir vörumiðlun,” segir Reimar.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga