Greinasafni: Hestar
Stóðrétt fyrir ferðamenn
Stóðrétt í Víðidal er eins og nafnið gefur til stóðrétt þangað sem bændur reka stóðið sitt eftir sumarið eftir að hafa sótt það á afréttina. Stóðið er rekið til réttar á haustin, nánar tiltekið fyrsta laugardag í október, ár hvert. Fyrir nokkrum árum brugðu bændur í Vestur-Húnavatnssýslu upp á þá nýung að bjóða áhugafólki um hestamennsku að mæta á svæðið og smala afréttina með sér – en alls þarf að safna saman sex til sjö hundruð hrossum á hverju hausti.
  
Stóðréttin er hluti af ferðaþjónustunni í sýslunni og segir Ólafur Benediktsson, einn hrossabændanna, að fólk komi víða að, innanlands sem utanlands frá, til að fá að vera með í smöluninni þenna dag. „Það er ýmislegt annað um að vera í réttinni en að skoða hross og hitta mann og annann,“ segir hann. „Þarna fer fram sölusýning og síðan er hrossauppboð. Einnig erum við með hrossahappdrætti þar sem folöld eru í verðlaun.
Við erum lika með kaffiveitingar og að sjálfsögðu er svo réttarball í Víðihlðíð um kvöldið. Þetta er þrælgaman. Það sést best á því að á hverju hausti koma nokkur hundruð manns til að eyða þessum degi með okkur. Sumir hafa verið í nokkra daga áður en að stóðréttardagurinn brestur á.
   “ Eftir stóðréttina fara menn með hrossin heim til sín þar sem þeir hafa þau yfir veturinn. Þessa dagana er verið að reka hrossin á afréttina og segir Ólafur að ekki sé eins mikið gert úr því. „Það er alveg til að fólk komi með okkur, aðallega vinir og vandamenn – en það er sameiginlegt verkefni að sækja þau.“

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga