Alhliða viðskiptalausnir hjá Forsvari ehf.


Elín R. Líndal framkvæmdastjóri Forsvars
(fyrir miðju) ásamt hluta starfsmanna fyrirtækisins.

Forsvar ehf. sérhæfir sig í alhliða viðskiptalausnum á þremur kjarnasviðum, í bókhaldi, hugbúnaðargerð og fjarvinnslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1999 en starfar á gömlum merg í fjarvinnslu og bókhaldi. 
 

Forsvar, sem staðsett er á Hvammstanga í Húnaþingi vestra, er elsta fjarvinnslufyrirtæki landsins og hefur frá upphafi starfað fyrir Alþingi og Þjóðminjasafn Íslands við innskráningu í gagnagrunna auk örnefnaskráningar fyrir Örnefnastofnun Íslands. 

   Hugbúnaðardeild fyrirtækisins einbeitir sér að hönnun og smíði stórra upplýsingakerfa fyrir opinbera aðila. Fyrirtækið hefur m.a. unnið að upplýsinga- og gagnaveitum fyrir Félagsmálaráðuneytið og Sjávarútvegsráðuneytið.

   Þá býður Forsvar ehf. upp á bókhalds-, ársreikninga-, og skattframtalsþjónustu fyrir einstaklinga og fyritæki. Framkvæmdastjóri Forsvars er Elín R. Líndal.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga