Greinasafni: Söfn
Verslunarminjasafn - Bardúsa á Hvammstanga

Verslunarminjasafnið á Hvammstanga er staðsett í gömlu pakkhúsi við höfnina.

Í gömlu pakkhúsi við höfnina á Hvammstanga er Verslunarminjasafnið sem varðveitir merkar minjar frá verslunarsögu Vestur-Húnavatnssýslu. Þar er m.a. að finna Krambúð Sigurðar Davíðssonar sem sýnir vel andrúmsloft liðins tíma. Silkisokkar, tóbak, mjaltafötur, postulín og fjölbreyttur fatnaður frá árunum 1950-70 er meðal þess sem finna má á safninu. Allt er nákvæmlega eins og það var er búðin hætti starfsemi á áttunda áratug síðustu aldar. 

   Í sama húsnæði er einnig að finna handverkssöluna Bardúsa. Þar má finna margs konar handverk sem og einkenni Hvammstanga, steinakarlana. Allar vörurnar eru unnar af handverksfólki á svæðinu. 

Safnið er opið í sumar frá kl. 10-18 virka daga og 11-17 um helgar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga