Greinasafni: Hestar
Pólarhestar. Hestaferðir á fegurstu náttúruperlurnar
Á Grýtubakka, rétt áður en komið er að Grenivík er fyrirtækið Pólarhestar sem segja má að sé gamalgróið ferðaþjónustufyrirtæki vegna þess að það var stofnað árið 1985. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Stefán H. Kristjánsson en Pólarhestar eru fjölskyldufyrirtæki.

  „Við erum með rúmlega hundrað hross á járnum á sumrin og erum að fara sextán vikuferðir á hverju ári um Mývatnssveit, í Ásbyrgi og Hljóðakletta, Fjörður og Flateyjarhrepp, segir Stefán. Ferðir Pólarhesta eru skipulagðar hópferðir. Hver ferð tekur sex daga og í hverjum hópi eru fjórtán til átján farþegar. Það segir sig sjálft að það þarf nokkuð mikið starfsfólki til að sinna svo stórum ferðum því með hverjum hópi fara fjórir til fimm leiðsögumenn frá Pólarhestum. Inn í Fjörður, sem kallaðar eru álfa- og tröllaferðir vegna þess að þær eru sagnatengdar, fara tveir til þrír leiðsögumenn. 

  „Síðan erum við líka að sinna dagsferðum og svokölluðum klukkutímaferðum á Grýtubakka, þar sem höfuðstöðvarnar eru,“ segir Stefán og víst er það þess virði fyrir þá sem eru staddir á Akureyri, til dæmis, að skreppa út á Grýtubakka til að bregða sér á bak. Það tekur jú aðeins fimmtán mínútur að keyra þangað frá Akureyri. 

Stefán segir farþega Pólarhesta að mestu vera útlendinga. „Markaðssvæðið hjá okkur hefur þó breyst töluvert. Þjóðverjum og Svisslendingum hefur fækkað hlutfallslega en Norðurlandabúum hefur hinsvegar stórfjölgað. Ástæðan er auðvitað beina flug Iceland Express frá Akureyri til Norðurlandanna. Það hefur breytt miklu fyrir ferðaþjónustuna hér á norðurlandi sem ég get alveg fullyrt að verði hvorki fugl né fiskur fyrr en hægt er að koma ferðamönnum víðar að beint til Akureyrar.
   
Pólarhestar er stærsta afþreyingarfyrirtæki sem stendur á eigin fótum í þessum geira á landinu og langstærst hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Enda leggjum við mikið upp úr góðri þjónustu. 

   Fólk þarf bara að koma sér til Akureyrar og eftir það sjáum við algerlega um það. Við sækjum okkar farþega þangað og skilum þeim þangað aftur. Við erum með öll tilskilin leyfi sem til þarf og gríðarlega reynslu. Sjálfur er ég búinn að ríða til tunglsins og til baka á þeim tuttugu og fimm árum sem ég hef starfað við þetta. Og er enn á fullu, því helsta vandamálið er að það er ægilega erfitt að fá hæft starfsfólk á þessum þenslutímum.“

Pólar Hestar
Stefan and Juliane
Grytubakki II
601 Akureyri, Iceland  Tel +354 463 3179
 polarhestar@polarhestar.is   www.polarhestar.is


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga