Hjólað um sund og stíga
Akureyrarbær hentar vel til hjólreiða. Þar eru margir skemmtilegir stígar og leiðir sem gaman er að hjóla um. Hingað til hefur ekki verið hægt að fá hjól leigð eða lánuð í bænum „ en nú bregður svo við að tveir staðir bjóða upp á slíka þjónustu. Annars vegar verslunin Víkingur í Hafnarstræti 104 og hins vegar er hægt að fá lánuð hjól í Sundlaugargarðinum. 

   Víkingur er minjagripaverslun fyrir ferðamenn sem byrjaði í vor að leigja út svokölluð „city-hjól“ til ferðamanna sem vilja hjóla um Akureyri. Sigurður Guðmundsson í Víkingis segir verslunina vera með tíu hjól. Hann segir nú kannski ekki mikla hjólamenningu á Akureyri, en líklega komi hún til með að aukast þar, eins og annars staðar, með síhækkandi bensínverði. 

  „Annars var þetta ekki gert í gróðaskyni,“ segir hann, „heldur til að bjóða upp á þjónustu sem þörf var fyrir.“ Og kostnaðurinn er ekki mikill, 500 krónur fyrir hálfsdagsleigu, þúsund krónur fyrir heilsdagsleigu. 

   Steinbjörn Jónsson sér um sundlaugargarðinn á Akureyri, þar sem hægt er að fá lánuð hjól. „Við erum með fjögur OgVodafon hjól sem eru lánuð án kostnaðar. Þú þarft bara skrá niður nafn, kennnitölu og símanúmer. Þetta er samstarfsverkefni milli Akureyrarstofu og OgVodafone og byrjaði bara fyrir nokkrum dögum –og við lánum líka hjálma.

  "Hjólreiðarakureyri“ Hjólaþjónustunni við sundlaugargarðinn var hleypt af stað fyrir nokkrum dögum en Steinbjörn segir ekkert brjálaða aðsókn í hjólin. „Og þó, það hafa verið svona fimm manns á dag sem hafa verið að fá þau lánuð.“ Sem á auðvitað bara eftir að aukast þegar ferðamenn átta sig á þessari þjónustu.
 

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga