Greinasafni: Hestar
Skemmtireið meðfram Eyjafjarðará
Hestaleigan Kátur er með aðsetur á Akureyri en sjálf hestaleigan er staðsett á Kaupangsbökkum í Eyjafjarðarsveit, austan við flugvöllinn á Akureyri. Þar ræður Rósberg Óttarson sem tók við rekstrinum síðastliðið haust – en fyrirtækið hefur verið starfrækt í átta ár.

Aðspurður segist Rósberg vera með rétt um um tuttugu hesta sem eru misjafnir að gæðum. „Við erum með hesta sem henta vönum og hesta sem henta óvönum,“ segir hann, „mest þó fyrir byrjendur og óvant fólk. Til okkar koma mest erlendir ferðamenn, sem yfirleitt eru óvanir hestum – þannig að við erum að mestu með hross sem hentar slíkum hópi.

   “ Rósberg segist ekki leigja út hesta án leiðsagnar. „Það er alltaf leiðsögn hjá okkur; einn eða fleiri leiðsögumaður, eftir því hversu margir eru í hópnum. Við bjóðum upp á eins, tveggja og þriggja tíma ferðir og förum þá meðfram Eyjafjarðaránni. Við ríðum þá leið fram og til baka. Þetta er svo skemmtileg leið og fólk nýtur þess virkilega vel að ríða bakkana.“

 Þegar Rósberg er spurður hversu stóra hópa hann getur tekið í herja ferð, segir hann það misjafn. „Þegar ég er með vant fólk, tek ég ekki fleiri en tíu en mest erum við með fimmtán til tuttugu manna hópa, vegna þess að hóparnir eru blandaðir og oft krakkar með í ferðinni.“

   Og að sjálfsögðu er hestaleigan Kátur ekkert einskorðuð við útlendinga, þótt þeir séu meirihluti viðskiptavina. Á ferðalagi um Eyjafjörðinn er alveg tilvalið að skreppa inn að Kaupangsbökkum og leyfa krökkunum að prófa að skella sér á bak.

Hestaleigan Kátur   
hestaleiga@hestaleiga.is
www.hestaleiga.is/
sími: 695-7218

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga