Leiðsögn um bæinn
Á Akureyri eru tvær sundlaugar. Annars vegar Sundlaug Akureyrar sem er sannköluð vatnaparadís á heimsmælikvarða fyrir alla fjölskylduna. Á svæðinu er að finna tvær laugar, tvær rennibrautir, busllaug, innilaug, fjóra heita potta, eimbað, gufubað, ljósalampa og fjölskyldugarð með vinsælum leiktækjum sem er opinn yfir sumartímann.
  Sundsvæðið nýtur mikilla vinsælda hjá heimamönnum og ferðamönnum. Sundlaug akureyrar er opin á virkum dögum frá 07.00 til 21.00 og um helgar frá 08.00 til 18.30. 

Glerárlaug er frábær innilaug sem hentar vel til sundkennslu barna, auk annarra kosta sem innilaugar hafa upp á að bjóða. Á svæðinu eru einnig tveir heitir nuddpottar, vaðlaug og útiklefi. Glerárlaug er opin virka daga frá 06.45 til 10.00 og frá 16.00 til 20.00. Á laugrdögum er opið frá 09.00 til 13.00 en lokað á sunnudögum. Á Akureyri er í sumar í fyrsta sinn boðið upp á svokallaða „lifandi leiðsögn“ um innbæinn á Akureyri. Leiðsögumenn eru þrír, þær Herdís Gunnlaugsdóttir, Sigrún Óladóttir og Hulda Mekkín. Fastar ferðir eru á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum klukkan 20.00 og ferðin hefst við Hótel Kea, fyrir neðan kirkjutröppurnar. „Við byrjum á því að segja frá Gilinu og kirkjunni og elstu húsunum þar,“ segir Sigrún. „Síðan göngum við inn að leilkhúsi. Þar er landnám Helga magra tekið fyrir og síðan sögð sagan af einokunarversluninni en hún markar upphaf byggðar á Akureyri. Við lýsum því hvernig staðurinn byggðist upp, hverjir voru helstu framámenn, hvernig kartöffluræktin byrjaði og hvernig leikhúslífið byrjaði og þróaðist – en það voru Danir sem kynntu leikhúsið fyrir okkur. Eftir það eru Laxdalshús og Nonnahús skoðuð, síðan Minjasafnsgarðurinn og endað í Zontahúsinu þar sem við fáum hressingu. Eftir það getur fólk gengið með okkur til baka, eða tekið strætisvagninn því það er frítt í strætó á Akureyri. Við erum búnar að liggja yfir sögu Akureyrar í allan vetur og leggjum áherslu á að vera ekki bara með þurra frásögn, heldur segjum brandara og skemmtisögur af karakterum sem hér hafa verið.“ Lifandi leiðsögn er menningar- og söguganga. Leiðsögnina er hægt að fá á íslensku, ensku og þýsku og fyrir utan fastar ferðir, er hægt að bóka gönguferðina fyrir fjóra eða fleiri. Þær stöllur hafa gefið út bækling um gönguna en til að panta sérgöngu er best að hringja í símanúmer 863- 2080.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga