Greinasafni: Söfn
Minjasafnið á Akureyri
Markmið Minjasafnsins er að safna, varðveita og rannsaka menningarsögulegar minjar, einkum þær sem eru lýsandi fyrir daglegt líf og atvinnuvegi í Eyjafirði. Safninu ber í sýningum sínum að gefa góða innsýn í sögu og menningu héraðsins, og skal veita almenningi og skólanemendum í héraðinu fræðslu. 

 Safnið hefur frá upphafi, eða 1962, verið til húsa í Kirkjuhvoli, Aðalstræti 58. Kirkjuhvoll var byggður árið 1934 og var heimili kaupmannshjónanna Gunnhildar og Baldvins Ryel. Sveinbjörn Jónsson, byggingarmeistari teiknaði og byggði húsið og var það með fyrstu húsum í fúnkisstíl á Akureyri. 

   Á neðri hæð Kirkjuhvols eru sýningar sem standa í stuttan tíma í senn, á efri hæð eru skrifstofur, og í kjallara geymslur og aðstaða ljósmyndadeildar. Árið 1978 var tekin í notkun viðbygging við húsið á tveimur hæðum, teiknað af Stefáni Jónssyni arkitekt. Í þeim eru aðalsýningarsalir safnsins, en í þeim eru tvær yfirlitssýningar um sögu Akureyrar og Eyjafjarðar. 

   Laufás kemur við sögu skömmu eftir að Ísland byggðist og þar hefur staðið kirkja frá fyrstu kristni. Í katólskum sið var hún helguð Pétri postula. Prestssetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni og er enn. Síðasti presturinn sem bjó í gamla bænum, séra Þorvaður Þormar, flutti árið 1936 í nýtt prestssetur og þar bjuggu Laufássprestar fram til ársins 2000. Sú kirkja sem nú stendur í Laufási var byggð 1865. Meðal merkra gripa í eigu kirkjunnar er predikunarstóll sem ber ártalið 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855. 

   Laufásbærinn er nú búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Þar er opið daglega til 15. september frá 09.00-18.00. Í þjónustuhúsi er minjagripaverslun og veitngastaður þar sem er hægt að kaupa þjóðlegar veitingar.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga