Í ýsu og þorsk á Pollinum
Hjá Haffara er boðið upp á sjóstangsveiði og útsýnisferðir í Eyjafirði. Haffari var stofnað af Sigurði Kristjánssyni og Sigþóru Baldursdóttur sumarið 2006 og ferðir hófust formlega í júlí 2007.
Sigurður er menntaður stýrimaður og starfaði sem stýrimaður og skipstjóri til margra ára. Trilluútgerð á Eyjafirði hefur verið hans áhugamál lengi. Með kaupunum á Haffara EA 133, 17 tonna eikarbáti, varð að veruleika gamall draumur - að bjóða öðrum upp á þá einstöku upplifun að stunda sjóstangaveiði á Pollinum.
 
+   „Ég fer út á pollinn þar sem er ágætis ýsuveiði,“ segir Sigurður. „Síðan sigli ég aðeins út á dýpið þegar gott er veður og renni fyrir þorsk. Þetta er aðallega til þess að hinn almenni borgari geti komist í snertingu við sjóinn – og það er ákveðin upplifun fyrir fólk að fara frá bryggju. Svo siglum við um og virðum fyrir okkur 

   Sigurður er með tvær fastar ferðir á dag, klukkan 15.30 á daginn og 20.00 á kvöldin. Þess utan er hægt að semja um ferðir við hann. Sigurður segist þó ekki fara út með færri en tvo – en mest tekur Haffari tíu farþega. 

   Sjóstanga- og útsýnisferðirnar eru ekki aðskildar hjá Haffara. „Ég byrjaði á þessu í fyrra og það kom bara einu sinni fyrir að fólk vildi aðeins skoða sig um. Í öllum tilfellum vill fólk prófa að veiða.

   „ Þetta er annað sumarið sem Haffari er starfræktur. Sigurður segir útgerðina fara alveg sæmilega af stað og sjóferðirnar séu sóttar jafnt af íslendingum og útlendingum – en íslendingarnir komi meira í hópum, til dæmis í vinnustaðaferðir og litlar óvissuferðir.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga