Hvað er þetta hvað. Eftir Dave Eggers
Valentino Achak Deng er smástrákur þegar ráðist er á þorpið hans í Suður-Súdan og það lagt í rúst. Hann verður viðskila við fjölskyldu sína og þarf að ganga yfir eyðimörkina ásamt hundruðum annarra drengja, alla leið til Eþíópíu og síðar Kenía þar sem hann dvelur í flóttamannabúðum í heilan áratug. Á leiðinni glíma drengirnir við sult og sjúkdóma, auk þess sem þeir verða vitni að hroðalegum óhæfuverkum. Og sumir enda í ljónsgini.

Valentino er einn hinna Týndu drengja Suður-Súdans sem eru um síðir fluttir með loftbrú til Bandaríkjanna þar sem þeir hefja nýtt líf. Það er þó enginn dans á rósum og fyrr en varir mæta þeir erfiðleikum og ofbeldi sem er engu minna en á eyðimerkurgöngunni þegar verst lætur.

Valentino Achak Deng sagði bandaríska rithöfundinum Dave Eggers sögu sína og á henni er þessi áhrifamikla skáldsaga byggð. Hún lýsir heimi mannvonsku og átaka en mitt í allri eymdinni lifir þó ætíð von um betra líf og betri heim.

“Bókin leiftrar af fyndni, visku og persónutöfrum ... Einstakur vitnisburður, einstakt listaverk." 
—The New York Times Book Review


“Hjartnæm, skelfileg - en falleg bók, þótt undarlegt megi virðast.” 
— Time


“Vitnisbuður um að vonin er vondri reynslu yfirsterkari, um að þrautseigjan getur sigrað bæði sorgir og hörmungar.”  —Michiko Kakutani, The New York Times
"Meistaraverk, hvorki meira né minna."— New York Magazine

Dave Eggers er amerískur skáldsagnahöfundur sem hefur átt mikilli velgegni að fagna, en fyrsta bók hans, A Heartbreaking Work of Staggering Genius, vakti strax mikla athygli. Hann er ritstjóri forlagsins McSweeney’s og samnefnds bókmenntatímarits, sem hefur verið áhrifamikið í amerískum bókmenntaheimi um árabil. Hann hefur starfað sem blaðamaður og birt greinar í The New Yorker, Esquire, og The Believer. Hann býr í San Francisco.

Þýðandi er Rúnar Helgi Vignisson.
Prentað í Finnlandi. Kápa: Rachell Sumpter. Isbn: 9789-9979-657-03-3. Bókin er 496 síður.
Útgefandi: Bjartur 2008.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Efnisyfirlit
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga