Verslunin Geysir - Skólavörðustíg

  •  Nanna Þórdís Árnadóttir er
    verslunarstjóri Geysis
    Verslunin Geysir er tiltölulega ný  verslun á Skólavörðustíg. En innandyra  er fátt sem bendir til þess að  þetta sé nýtt, nema auðvitað nýjasta  tíska í útivistar- og ullarvörum sem  prýða verslunina. Innréttingarnar í  Geysi eru gamlar og eru þær fengnar  héðan og þaðan af landinu og gefa  versluninni sérstakan blæ. Gamalt  útvarp og gamlar myndir hanga á  veggjunum og gjafapappírinn þeirra  er eftirprentun af Íslandskorti. Kunnugleg  rödd Gerðar G. Bjarklind les  auglýsingarnar frá versluninni Geysi  sem hljóma í útvarpinu.

 Nanna Þórdís Árnadóttir er verslunarstjóri  Geysis og segir hún það vera mjög  skemmtilegt að vera með verslun í miðbænum.  “Við opnuðum í júní svo þetta  eru fyrstu jólin okkar hérna. Það myndast  alltaf svolítið skemmtileg stemning í bænum,  sérstaklega fyrir jólin svo við erum  bara bjartsýn á góða verslun. Veðrið í vetur  hefur líka verið svo milt þannig að ég spái  því að það verði meira að gera í miðbænum  heldur en í verslanamiðstöðvunum í  Jólamánuðinum”, segir hún.  

Vöruúrvalið í Geysi er mikið þó áherslan  sé á útivistarfatnað og hlý föt. Geysir  er með sína eigin línu, sem inniheldur  meðal annars slár og ullarsokka sem hafa  verið gríðarlega vinsælir í vetur. Íslenska  hönnunn frá Farmers Market fæst einnig  í búðinni sem og ullarvörur frá Blik. Auk  ullar- og skinnvara er að finna vörur frá  sænska merkinu Fjällräven í versluninni,  ásamt leðurvörum frá danska merkinu  Royal Republic. Einnig má sjá gallabuxur  og skyrtur frá Lee í búðinni. Gæruskinn  og hreindýraskinn eru til sölu og stórar og  miklar skinnhúfur eru áberandi. Stór teppi  í líki selshams hanga í einum glugganum  og segir Nanna að þetta séu kósýteppi  frá Vík Prjónsdóttur sem séu gríðarlega  vinsæl, sérstaklega meðal ferðamanna.  Þá hafa Skegghúfurnar svokölluðu frá Vík  einnig slegið í gegn. Litlir seglar með ljósmyndum  frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur  liggja á afgreiðsluborðinu og þar er einnig  að finna nokkra skartgripi eftir hönnuð  sem kallar sig Hringa.

 “Vinsælustu vörurnar okkar eru Geysislínan  og Farmers Market vörurnar. Svo erum  við með skinnhúfur frá Feldi og mokkalúffur  og vettlinga sem eru á rosalega góðu  verði og hefur selst mjög vel. Ég held að  það sé alveg jólagjöfin í ár”, segir Nanna.  “Við erum með vörur á mjög breiðu verðbili  þannig að það ættu allir að gefa fundið  eitthvað við sitt hæfi hjá okkur.  

Verslun fyrir Íslendinga  
“Fyrst eftir að við opnuðum voru mest  megnis ferðamenn sem komu að versla  hjá okkur en nú hafa Íslendingarnir tekið  við sér og eru ekki síður duglegir að koma  til okkar. Og það er fólk á öllum aldri. Við  fáum dálítið af eldra fólki til okkar og það  kemur vegna þess að það þekkir Geysis  nafnið. Unga fólkið fylgist svo mikið með  tískunni og þar sem við erum með flottar  tískuvörur, sem eru jafnframt hlýjar og  henta því íslenskum vetri vel, þá fáum við  mikið af ungu fólki í verslunina. Þó við  séum frekar með fínni vörur, þá skiptir það  ekki máli. Íslendingar leyfa sér alveg einn  og einn hlut, frekar en að fara til útlanda í  verslunarferðir eins og tíðkaðist. Á Íslandi  er líka alltaf þörf fyrir hlýjar vörur, jafnvel á  sumrin þannig að vörurnar okkar hafa mikið  notagildi”, segir Nanna.  Nanna hlakkar til jólaverslunarinnar.  “Við erum mjög spenntar og hlökkum til  að taka þátt í stemningunni fyrir jólin. Mér  finnst líka að fólk hugsi aðeins öðruvísi  núna og hugsi kannski meira út í gjafirnar  sem það er að gefa. Einnig er fólk orðið  meðvitaðra um að það er hægt að vera í  tískuflík og vera jafnframt hlýtt. Við erum  t.d. að byrja með tilboð núna sem stendur  fram að jólum á Geysis sokkunum okkar  vinsælu. Þú kaupir tvenn pör en færð  þrenn, alveg tilvalið í jólapakkann”, segir  hún að lokum.    

Geysir verslun
,
Skólavörðustíg 16,
101 Reykjavík
Sími: 555 6310


Tengt efni

Eldri tölublöð
© 2007 - 2012 Land og saga