Nú fyrst á Íslandi tengjast lesendur beint við þig í gegnum snjallsíma.
Gagnleg nýjung sem tengir prentmiðla við vefinn. Lesandinn fær tengslaupplýsingar um þig í símann.
Allar greinar í blaðinu eru merktar með QR merki (quick respons code – virkar svipað og strikamerki) sem býður upp á sniðuga möguleika að tengja lesendur á einfaldan hátt við auglýsendur blaðsins í gegnum snjallsíma.

QR-Code mætti þýða á íslensku hraðsvörunarmerki. Lesforrit fyrir QR-merki fylgir nú þegar með betri gerðum snjallsíma. Hægt er að hlaða QR lesaranum niður ókeypis í gegnum smáforritabanka snjallsímans, svo kallaðri apps-store. Best er að finna lesarann með því að skrifa í leitarstreng smáforritabankans: QR reader, QR scanner eða bara QR.

QR lesarinn nýtir myndavél símans til þess að greina upplýsingar QR merkisins. Þegar myndavél símans hefur greint merkið birtist nafnspjald (tengslaupplýsingar) í símanum. Gerir það lesandanum kleift að vista upplýsingarnar í símanum hjá sér, senda bréf á netfang, skoða heimasíðu og sjá staðsetningu auglýsandans á korti.

Til stendur að QR merkin verði einnig í þeim greinum sem að eru í html formi á heimasíðu blaðsins. Nú þegar eru merkin í pdf formi blaðsins. Fyrsta blaðið að vera merkt QR merkjunum er febrúarblað Icelandic Times sem er fyrsta blað ársins 2011.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga