Greinasafni: Skipulag
Íburðarmiklar íbúðir á SeltjarnarnesiÁ skömmum tíma hafa Íslenskir aðalverktakar orðið leiðandi aðilar á íbúðabyggingamarkaði og á undanförnum misserum hefur félagið byggt hundruðir íbúða sem seldar hafa verið almenningi. Eyjólfur Gunnarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ÍAV segir að nú séu ÍVA með til sölu íbúðir við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi, Mánatúni og Gullengi í Reykjavík og Norðurbakka í Hafnarfirði. „Þá erum við með til sölu raðhús við heilsustofnun Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði og einbýlis og raðhús á Egilsstöðum og Reyðarfirði en á vefsíðu okkar, www.iav.is, má sjá allar helstu upplýsingar,“ segir Eyjólfur.

Íburður á Seltjarnarnesi
Í júní í fyrra hófust byggingaframkvæmdir og sala á 26 íbúðum við Hrólfsskálamel á Seltjarnarnesi en alls áforma Íslenskir aðalverktakar að reisa þar þrjú fjölbýlishús; samtals með um 80 íbúðum. Íbúðirnar 26 við Hrólfsskálamel 2 – 8 verða íburðarmiklar og einstaklega glæsilegar að allri gerð og segir Eyjólfur Gunnarsson að þær verði með ýmsum nútímaþægindum. „Það verður hugað sérstaklega að þægindum og þess gætt að íbúar hússins búi við flesta þá kosti sem fylgja einbýli, á sama tíma og ókostir á borð við umfangsmikið viðhald verður úr sögunni. Staðsetning Hrólfsskálamels er einstök á höfuðborgarsvæðinu en melurinn stendur hátt á Seltjarnarnesi og þar er útsýni mjög gott. Stutt er í fagrar gönguleiðir meðfram nesinu og að sundlaug Seltjarnarness en um leið er aðeins steinsnar í alla þjónustu og í miðbæ Reykjavíkur. Einn af betri golfvöllum landsins er skammt frá, vestast á Seltjarnarnesi, og öll aðstaða til íþróttaiðkunar er afbragðsgóð. Þetta verða því sannkallaðar draumaíbúðir,“ segir Eyjólfur. Í hverri íbúð verður plankaparket, baðherbergin flísalögð sem og forstofu- og þvottahúsgólf. Innréttingar verða með granítborðplötum en heimilistækin koma frá Miele. Bæði þessi fyrirtæki hafa getið sér gott orð fyrir mikil gæði og hagnýta hönnun. Hærra verður til lofts í þessum íbúðum en almennt er. Mikil áhersla er lögð á að hljóðeinangrun milli íbúða verði sem best. Innangengt verður úr bílageymslu inn í stigaganga í kjallara en gert er ráð fyrir einu til þremur bílastæðum fyrir hverja íbúð. Í kjallara verða rúmgóðar geymslur fyrir íbúðir, þvottastæði, auk aðstöðu fyrir húsvörð. Í anddyri hvers stigagangs verður mynddyrasími og öryggismyndavél. Að utan verður húsið klætt að mestu með leirbrenndum flísum en að hluta með sléttri álklæðningu. Allir gluggar verða álklæddir timburgluggar og húsið þarfnast því lágmarksviðhalds. Eyjólfur Gunnarsson segir að sala á íbúðunum gangi vel en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í nóvember á þessu ári.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga