Greinasafni: Skipulag einnig undir: Arkitektar
Tillaga Arkþings á óperuhúss í Kópavogi
 
Dómnefndin segir meðal annars þetta um tillögu Arkþings ehf.: Form hússins er hreint og heildarmynd er áhugaverð og einföld. Ólíkt hinum tillögunum liggur meginás byggingarinnar austur-vestur og myndar byggingin sannfærandi útirými með Gerðarsafni og Salnum. Tilvísun höfunda um álfaborg er komið vel til skila í formi og efnisvali sem lýsir sér best í módelmynd að næturlagi. Húsið fellur vel að landi og höfundar nýta halla lóðarinnar. Afstöðumynd og lóðarhönnun er nokkuð sannfærandi og aðkomuleiðir skýrar. Aðalinngangur, forsalur og aðliggjandi rými mynda fallega starfræna heild og staðsetning veitingastaðar er leyst á snjallan hátt Tillagan er vel fram sett en hefði mátt sýna betur afstöðu óperunnar til nágrennis og kirkju með þrívíddarmyndum. Húsið er hefðbundið að gerð og uppfyllir mestu tæknikröfur og er ekki talið dýrt í útfærslu. Innra flæði er að ýmsu leyti óhentugt og húsið því ekki talið auðvelt í rekstri.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga