Greinasafni: Skipulag einnig undir: Arkitektar
Tillaga Alarks á óperuhúss í Kópavogi
 
 
Í dómnefndaráliti um tillögu frá Alark arkitektum ehf. segir meðal annars: Grunnhugmynd hússins er áhugaverð og torgmyndun að Salnum og að hluta til Gerðarsafni er snjöll og tengir öll húsin skemmtilega saman með inngöngum frá torginu. Form aðalinngangs og aðkoma, í miklu návígi við Gerðarsafn, er ágengt og

framandi og hið mikla þakskyggni er ögrandi við umhverfið. Rýmismyndun forsalar er áhugaverð og lausn á tengslum forsalarins við hliðarsenu og menningartorg er með ágætum. Heildaráhrif tillögunnar eru að húsið sé of stórt á þessum stað enda er öll suðurhliðin fast að gangstétt við Borgarholtsbraut og norðurhliðin allágeng við Gerðarsafn. Tillagan er vel framsett og skýr. Uppbyggingin er hefðbundin en nokkuð dýr í útfærslu. Tillagan uppfyllir ágætlega tæknikröfur. Flæði innanhúss er gott og rekstur áætlaður tiltölulega einfaldur.
 
 
 
 
 
 
 


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga