Áherslan á snögga og persónulega þjónustu

Fyrirtækið Kvarnir ehf. er þjónustufyrirtæki á byggingarmarkaði og er starfsemin margþætt. Fyrirtækið var stofnað af Ingólfi Steingrímssyni en hann er núverandi eigandi ásamt konu sinni Dórótheu Grétarsdóttur. Ingólfur á að baki mikla reynslu í sölu og samskiptum við verktaka og einstaklinga í byggingingageiranum.

 
,,Við leigjum og seljum Marcegaglia steypumót til uppsteypu ásamt undirsláttarefni, leigum byggingarkrana, allar gerðir vinnnupalla og framleiðum áltröppur og stiga svo fátt eitt sé nefnt. Byggingakranarnir sem við erum með eru galvaníseraðir og hafa þá kosti að fljótlegt er að fella þá og reisa og færa á milli staða. Það hefur fallið mjög vel í kramið hjá byggingarverktökum því þetta hefur sparað þeim bæði fjármagn og vinnu. Einstaklingar hafa einnig nýtt sér þessa þjónustu.“ segir Ingólfur.

Kvarnir selja alla íhluti fyrir uppsteypu bæði á byggingarstaði og fyrir einingarverksmiðjur. Nýlega var gerður samningur við fyrirtæki sem heitir Halfen og að sögn Ingólfs er það fyrirtæki viðurkennt fyrir gæði á varningi til uppsteypu. ,,Sérstaklega eru þeir sterkir á sviði hífingarkerfa fyrir einingarverksmiðjur.“

 
 
Fjölþætt starfsemi

Fyrirtækið selur einnig járnklippi- og beygjuvélar og vibratora. Einnig flytur fyrirtækið inn galvaníseraða palletturekka og hillukerfi fyrir geymslur frá Marcegaglia.,,Þá má geta þess að við bjóðum upp á leigu á tónleika- og skemmtanasviðum svo það er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er fjölþætt,“ segir Ingólfur.

Árið 1997 hóf fyrirtækið að flytja inn sorpkvarnir og sorppressur. ,,Sorpkvarnirnar eru frá hinu heimsþekkta fyrirtæki In-Sink-Erator en það fyrirtæki var frumkvöðull í framleiðslu á sorpkvörnum. Markaðshlutdeild In-Sink-Erator er um 75% af heimsmarkaðinum. Til fróðleiks má nefna að fyrsta sorpkvörnin var búin til árið 1927 en árið 1938 hófst fjöldaframleiðsla á þeim.“

 
Ingólfur Steingrímsson núverandi eigandi ásamt konu sinni Dórótheu Grétarsdóttur. Mynd Ingó

Sorpkvarnirnar eru fyrir heimili, mötuneyti og veitingastaði. „Matarleifar eru um 25-35% af sorpi heimila og mesta vandamálið. Þær geta verið gróðrastía fyrteríur og annan óþrifnað svo ekki sé minnst á lyktina. Sorpkvarnir ættu að vera á hverju heimili enda minnka sorpkvarnir það magn sorps sem þarf að urða,“ segir Ingólfur.

Kvarnir flytja einnig inn umbúðapressur fyrir heimili en umbúðapressur minnka umfang þurra sorpsins. Í þessum umbúðapressum er hægt að pressa áldósir, pappír, plast og annað það sem til fellur af umbúðum.

 
Gæðatröppur

Kvarnir hafa í mörg ár framleitt tröppur, stiga og búkka undir framleiðsluheitinu Brimrás. ,,Áltröppurnar eru gæðatröppur semafyrirtæki á Íslandi hafa valiðran er annig unnin að þrepin eru soðin í en ekki hnoðuð eða þrykkt með vélum eins og flestar innfluttar tröppur og stigar eru. Það má einnig geta þess að við höfum möguleika á að sinna hinum ýmsu sérþörfum varðandi smíði á stigum. Lendi menn síðan í óhöppum með áltröppur frá okkur getum við í flestum tilfellum lagað það sem farið hefur úrskeiðis. Álbúkkarnir frá okkur eru sérlega endingargóðir. Við vitum til þess að búkkarnir og tröppurnar frá okkur hafa verið í notkun í yfir 20 ár,“ segir Ingólfur.

 
Kvarnir selja úðabrúsa til hinna ýmsu nota. Til dæmis til að úða olíu á steypumótin, sílan á múr, skordýraeitri á gróður eða tjöruhreinsi á bíla. Þessir úðabrúsar eru framleiddir til að þola sterk efni. ,,Mótaolían sem við seljum er sérstök að því leiti að hún er vaxblönduð sem gefur mun betri viðloðun við mótin þó að unnið sé í rigningu. Þá skal það nefnt að hún er umhverfisvæn og brotnar niður í náttúrunni á 20 dögum,“ segir Ingólfur.
 
 
Persónuleg þjónusta

,,Markmiðið hjá okkur er ekki endilega að vera stærstir heldur leggjum við aðaláherslu á að bjóða persónulega og góða þjónustu. Einnig leggjum við áherslu á að vera snöggir að afgreiða okkar vöru,“ segir Ingólfur.

Starfsemi Kvarna hófst árið 1995 og þess má geta að í fyrstu flutti fyrirtækið einungis inn örfárar vörutegundir og dugði hluti af bílskúr Ingólfs sem lagerhúsnæði. En smátt og smátt jókst starfsemin og nú er reksturinn til húsa á tveimur stöðum. Að Lynghálsi 10 eru skrifstofur og sýningarsalur en sölu og leiguafgreiðsla er að Tunguhálsi 15.

Áltröppurnar eru gæðatröppur sem flests byggingafyrirtæki á Íslandi hafa valið sér. Varan er þannig unnin að þrepin eru soðin í en ekki hnoðuð eða þrykkt með vélum eins og flestar innfluttar tröppur og stigar eru.


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga