Munum verðleggja íbúðir í takt við eftirspurn

Helga Björk Eiríksdóttir forstjóri Innova segir markmið fyrirtækisins að vera leiðandi í nýsköpun, gæðum og faglegum samskiptum.

Helga Björk Eiríksdóttir
forstjóri Innova.

Innova er ungt félag á byggingamarkaði, stofnað fyrir sex árum – en hefur á þeim tíma vaxið umtalsvert. Í dag er Innova móðurfélag JB byggingarfélags og Ris sem eru bæði gamalgróin og öflug fyrirtæki. JB hefur starfað í Kópavogi frá 1984 og Ris, í Garðabæ, var stofnað 1966.

Forstjóri Innova er Helga Björk Eiríksdóttir, en hún réðist til fyrirtækisins í upphafi þessa árs. „Við fórum strax í stefnumótun og í kjölfarið var hlutverki Innova breytt á þann veg að það er ekki lengur framkvæmdaaðili á byggingamarkaði, heldur starfar eingöngu sem bakhjarl JB og Ris,“ segir hún.

Markmið Innova segir Helga Björk vera að verða leiðandi á fasteignamarkaði í nýsköpun, gæðum og faglegum samskiptum við alla aðila markaðarins en dótturfyrirtækin munu áfram sinna sínum hlutverkum. „JB hefur byggt íbúðir víða á höfuðborgarsvæðinu frá því um 1990 og mun afhenda sína þúsundust íbúð í haust á meðan Ris hefur meira verið á útboðsmarkaði við byggingu stærri mannvirkja. Þar liggur nú, til dæmis, fyrir stækkun á stúku og lagfæring á búningsaðstöðu FH í Kaplakrika, auk þess að byggja frjálsíþróttahús.“

Boðaþing

Engin verkefnaþurrð

„Þrátt fyrir þessar áherslur hjá Ris, hefur fyrirtækið einnig verið að byggja íbúðir fyrir almenning og það styttist í að mjög spennandi íbúðir í Sjálandshverfinu í Garðabæ fari í sölu. Þetta eru fjörutíu og átta íbúðir með útsýni og góðu aðgengi að strandlengjunni.“

Helga Björk segir verkefnastöðu góða nú, þegar fasteignamarkaðurinn er að kólna.

Andarhvarf 7

„JB stendur vel að því leyti að við erum ekki með neinar óseldar íbúðir. Við erum að vísu með nokkrar áhugaverðar eignir í pípunum á atvinnu- og skrifstofuhúsnæðismarkaðnum en nú í sumar og haust verða afhentar mjög glæsilegar íbúðir við Elliðavatn, í Andarhvarfi og Boðaþingi.

JB er einnig umsvifamikið á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit og er meðal annars að byggja þrjátíu og eina íbúð fyrir sextíu ára og eldri á Sólmundarhöfða á Akranesi. Þær íbúðir verða með glæsilegt útsýni yfir sjóinn og eru af mörgum ólíkum stærðum þannig að allir ættu að geta fundið eign við hæfi þar. Það kæmi ekki á óvart ef brottfluttir Skagamenn hefðu áhuga á þessum íbúðum. Í samvinnu við Hvalfjarðarsveit er hafin uppbygging á stórri íbúðabyggð við mörk Akraness. Þar eru spennandi sjávarlóðir fyrir einbýli til sölu auk þess sem JB hyggst byggja lítil fjölbýli og leikskóla fyrir byggðina sem þarna mun rísa.“

Fyrir utan þessi helstu verk, segir Helga Björk fyrirtækið jafnframt vera með nokkur spennandi þróunarverkefni í gangi. „Við eigum hlut í Garðamýri, félagi sem er að skipuleggja svæðið hérna í Vetrarmýrinni við hliðina á Reykjanesbrautinni. Þar á að koma knatthús og sundlaugargarður fyrir Garðbæinga og síðan eru áform uppi, í samvinnu við Heilsumiðstöð Íslands, að byggja aðstöðu fyrir heilsutengdan rekstur og hótel.

Við erum einnig í viðræðum við Reykjanesbæ um skipulag á Vatnsnesi, sem gæti orðið afar skemmtilegt svæði fyrir Reykjanesbúa í framtíðinni – en það er á frumstigi.“

Langalína 2

Aðgangur að fjármagni þarf að batna

Þegar Helga Björk er spurð hvernig Innova og dótturfyrirtæki þess ætli að mæta þeirri kólnun sem er á fasteignamarkaði um þessar mundir, segir hún: „Við teljum augljóst að verð muni lækka og það er okk-  „JB stendur vel að því leyti að við erum ekki með neinar óseldar íbúðir. Við erum að vísu með nokkrar áhugaverðar eignir í pípunum á atvinnu- og skrifstofuhúsnæðismarkaðnum en nú í sumar og haust verða afhentar mjög glæsilegar íbúðir við Elliðavatn, í Andarhvarfi og Boðaþingi. “ Boðaþing Helga Björk Eiríksdóttir forstjóri Innova. Mynd Ingó 27 ar stefna að verðleggja íbúðir og aðrar eignir í samræmi við þá staðreynd að eftirspurn hefur minnkað. Við höfum þegar hafið aðgerðir til að hagræða og munum leggja áhersluna á að klára íbúðir sem við teljum vera á seljanlegri stöðum og bíða þar til eftirspurn og fjármagn eyskt áður en við hefjum byggingu nýrra íbúða. Nú er að myndast kaupendamarkaður á ný. Við munum áfram byggja með gæði að leiðarljósi en verðleggja íbúðir á sanngjarnan hátt. Þá erum við að tala um að fermetrinn verði á um 250 þúsund, sem er töluvert lægra en þegar verðið var hæst. Hins vegar viljum við sjá aðgang að fjármagni batna. Það er alger forsenda þess að fasteignamarkaður kólni ekki um of; að þau verðmæti sem almenningur í landinu hefur fjárfest í rýrni ekki um of – og fólk geti áfram keypt og selt húsnæði eftir því sem aðstæður þess breytast.“

Um innkomu bankanna á húsnæðislánamarkaðinn haustið 2004 segir Helga Björk: „Innkoma bankanna gerði fólki kleyft að fjárfesta í dýrari eignum, skuldbreyta lánum og fjármagna endurbætur eldra húsnæðis. Þeir buðu samkeppnishæfa vexti við Íbúðalánasjóð og aðgengi að lánum þeirra var gott. Við vonum að fæstir hafi fjárfest um efni fram og neyðist til að selja eignir á meðan skuldir eru hærri en eignirnar. Það er hins vegar ljóst að bankarnir þurfa að sýna ábyrgð í þeim væringum sem nú standa yfir á markaðnum: Þeir mega hvorki frysta einstaklinga í húsnæðisleit né fyrirtæki á byggingamarkaði um of. Það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir alla – líka bankana.”

„Það er hins vegar ljóst að bankarnir þurfa að sýna ábyrgð í þeim væringum sem nú standa yfir á markaðnum: Þeir mega hvorki frysta einstaklinga í húsnæðisleit né fyrirtæki á byggingamarkaði um of. Það gæti haft slæmar afleiðingar fyrir alla – líka bankana.”


Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga