Heildarlausn fyrir allt heimilið

,,Við bjóðum upp á innréttingar í allt húsið og afhendingartíminn er mjög stuttur“ segir Birgir Sigdórsson framkvæmdastjóri SJ-innréttinga. Fyrirtækið hefur verið starfrækt í 25 ár og er nú bæði með sölu og uppsetningu á innréttingum. ,,Hjá okkur fær viðskiptavinurinn heildarlausnir fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Við erum með innréttingar fyrir eldhús, bað og þvottahús. Einnig erum við með fataskápa, innihurðir og eldhústæki,“ segir Birgir.

 
Birgir segir að fólk geti komið með grunnteikningar til þeirra og fengið tillögur og teikningar að innréttingum. ,,Við förum einnig í heimahús og ráðleggjum fólki.“ SJ-inréttingar hefur verið í örum vexti undanfarin ár.,,Við byrjuðum í 180 fermetra húsi en erum nú með 600 fermetra sýningar-og lageraðstöðu,“ segir Birgir. Fyrirtækið er með aðsetur að Njarðarbraut 3g í Reykjanesbæ. SJ-innréttingar eru ávallt með mikið af innréttingum á lager og starfsmenn þess sjá um uppsetningar á nýjum innréttingum og niðurrif á þeim gömlu. 

,,Það sem einkennir okkar starfsemi er gæði og góð þjónusta. Afhending vörunnar þarf ekki að taka nema þrjár vikur. Við erum með uppsetningarmenn á okkar vegum, undirverktaka, sem setja upp innréttingarnar. Verkefnin hafa verið mörg og margvísleg enda hefur mikið verið byggt á Íslandi að undanförnu. Við erum í vaxandi mæli að selja innréttingar út á land, t.d. bæði á Austurland og Vestfirði. Þau viðskipti fara gjarnan fram í gegnum netið,“ segir Birgir.
 
Heimasíða SJ-innréttinga er www.sjinnrettingar.is.

Tengt efni

Eldri tölublöð
Öll blöð í vefútgáfu

Netútgáfa. Samhliða prentaða blaðinu verður einnig hægt að nálgast netútgáfu af blaðinu á slóðinni www.landogsaga.is. Greinarnar verða bæði í pdf og HTML formi sem gerir þér til dæmis kleift að senda þær áfram og nýta í markaðsskyni. Netútgáfan verður ítarlegri og verður hægt að senda inn efni sem sett verður á vefinn, umfram það efni sem er í blöðunum. Þessi vefur mun síðan halda áfram að vaxa og dafna. 

© 2007 - 2012 Land og saga